Vill að stærsti flokkurinn fái að ráða öllu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. janúar 2023 17:00 Alberto Nuñez Feijóo tók við formennsku í Lýðflokknum í byrjun apríl í fyrra. Hann freistar þess á þessu ári að koma sósíalistum frá völdum í þingkosningum sem fara fram síðla árs og leiða Lýðflokkinn aftur til valda. Eduardo Parra/Getty Images Leiðtogi hægri manna á Spáni hefur lagt til að ekki þurfi lengur að mynda meirihlutastjórnir í bæjar- og borgarstjórnum landsins. Sá flokkur sem fái flest atkvæði í kosningum fái einfaldlega að ráða öllu. Sósíalistar segja tillöguna lélegan brandara. Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk. Spánn Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk.
Spánn Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira