„Ætla að vera með stráknum mínum eins lengi og ég fæ“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2023 10:26 Helga Ingibjörg sagði sögu sína í þættinum Ísland í dag. Stöð 2 Það var verst að missa hárið en jákvæðnin mun koma mér í gegnum krabbameinið segir baráttukonan Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir, 35 ára einstæð móðir sex ára drengs. „Fyrst árið 2020 finn ég lítinn hnút í vinstra brjósti. Mér fannst þetta skrítið svo ég fór til heimilislæknis og fékk tíma í brjóstamyndatöku.“ Sagt að þetta væri eðlilegt Kerfið hér á landi virkar þannig að konur undir fertugu þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og fá tilvísun í myndatöku. „Þau segja mér að þetta sé bara bólginn brjóstakirtill, ég var búin að ganga í gegnum meðgöngu og þeir segja að þetta sé alveg eðlilegt. Ég hlustaði bara og fer svo bara mína leið. Hann segir mér að vera ekkert að pæla í þessu, þetta sé bara eðlilegt.“ Helga Ingibjörg sagði frá reynslu sinni í Ísland í dag og má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Eins og högg í magann Haustið 2022 fór hún að hafa áhyggjur því hún fann ennþá fyrir einhverju sem átti ekki að vera þar. Fór hún þá aftur til læknis. Eftir myndatöku var gerð ómun. „Áður en ég næ að segja eitthvað segir hún, ég ætla að taka sýni úr þessu, þetta er eitthvað grunsamlegt. Það var eins og ég væri kýld í magann.“ Helga Ingibjörg fékk svo símtal í vinnuna þar sem henni var sagt að hún þyrfti að mæta í tíma til brjóstaskurðlæknis eftir helgi til að ræða niðurstöður myndatökunnar. Hún mátti ekki fá niðurstöðurnar í gegnum síma og varð þá strax hrædd. „Ég fékk bara áfall þarna. Ég byrja bara hysterískt að grenja.“ Niðurstaðan var brjóstakrabbamein Fjölskyldan fór saman upp í sumarbústað þar sem Helga Ingibjörg fór í gegnum erfiðan tíma. „Ég leyfði mér að grenja, ég leyfði mér að hlæja, ég leyfði mér að vera ógeðslega reið. Ég var svo reið að ég öskraði á tímabili.“ Á mánudeginum tilkynnti læknirinn að hún væri með illkynja æxli í vinstra brjósti. „Að það þyrfti að skera það í burtu og ég þyrfti að fara í lyfjameðferð. Allan þann pakka.“ Hún segir að kerfið hafi gripið sig nokkuð vel. „Mín upplifun er að maður þarf að berjast svolítið með kjafti og klóm til að fá kannski viðeigandi aðstoð.“ Helga Ingibjörg tekur þátt í Lífið er núna átaki Krafts sem hófst í dag.Kraftur/Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir Laufabrauð og rakvél Hún þurfti í ferlinu að taka stórar ákvarðanir, eins og hvort hún vildi láta frysta úr sér egg til að eiga möguleika á að eignast börn í framtíðinni. Hármissirinn reyndist henni erfiður. „Ég var löngu búin að ákveða að 6. desember ætlaði ég að raka af mér hárið.“ Þann dag héldu þau fjölskyldumatarboð, gerðu saman laufabrauð og svo fékk hárið að fjúka. „Mig langaði helst að snúa við og hlaupa út. Mér leið eins og ég væri á tíu metra háum kletti á leiðinni að hoppa út í sjó“ Óvissan erfið Helga Ingibjörg segir að sonurinn hafi átt erfitt með breytinguna í byrjun, en hún hafi þá þurft að vera sterk fyrir hann. „Þegar það voru allir í áfalli þegar ég fæ greininguna, fannst mér ég stundum þurfa að hughreysta suma.“ Helga Ingibjörg er nú í miðri krabbameinsmeðferð og ætlar sér að sigra þessa baráttu. „Það koma alveg tímar þar sem ég er hrædd. Maður verður hræddur í óvissunni. Krabbamein er óútreiknanlegur sjúkdómur.“ Hún segir að sonurinn sé að koma henni í gegnum þetta. „Ég ætla mér að sigra þetta verkefni og vera með stráknum mínum eins lengi og ég fæ.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Fyrst árið 2020 finn ég lítinn hnút í vinstra brjósti. Mér fannst þetta skrítið svo ég fór til heimilislæknis og fékk tíma í brjóstamyndatöku.“ Sagt að þetta væri eðlilegt Kerfið hér á landi virkar þannig að konur undir fertugu þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og fá tilvísun í myndatöku. „Þau segja mér að þetta sé bara bólginn brjóstakirtill, ég var búin að ganga í gegnum meðgöngu og þeir segja að þetta sé alveg eðlilegt. Ég hlustaði bara og fer svo bara mína leið. Hann segir mér að vera ekkert að pæla í þessu, þetta sé bara eðlilegt.“ Helga Ingibjörg sagði frá reynslu sinni í Ísland í dag og má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Eins og högg í magann Haustið 2022 fór hún að hafa áhyggjur því hún fann ennþá fyrir einhverju sem átti ekki að vera þar. Fór hún þá aftur til læknis. Eftir myndatöku var gerð ómun. „Áður en ég næ að segja eitthvað segir hún, ég ætla að taka sýni úr þessu, þetta er eitthvað grunsamlegt. Það var eins og ég væri kýld í magann.“ Helga Ingibjörg fékk svo símtal í vinnuna þar sem henni var sagt að hún þyrfti að mæta í tíma til brjóstaskurðlæknis eftir helgi til að ræða niðurstöður myndatökunnar. Hún mátti ekki fá niðurstöðurnar í gegnum síma og varð þá strax hrædd. „Ég fékk bara áfall þarna. Ég byrja bara hysterískt að grenja.“ Niðurstaðan var brjóstakrabbamein Fjölskyldan fór saman upp í sumarbústað þar sem Helga Ingibjörg fór í gegnum erfiðan tíma. „Ég leyfði mér að grenja, ég leyfði mér að hlæja, ég leyfði mér að vera ógeðslega reið. Ég var svo reið að ég öskraði á tímabili.“ Á mánudeginum tilkynnti læknirinn að hún væri með illkynja æxli í vinstra brjósti. „Að það þyrfti að skera það í burtu og ég þyrfti að fara í lyfjameðferð. Allan þann pakka.“ Hún segir að kerfið hafi gripið sig nokkuð vel. „Mín upplifun er að maður þarf að berjast svolítið með kjafti og klóm til að fá kannski viðeigandi aðstoð.“ Helga Ingibjörg tekur þátt í Lífið er núna átaki Krafts sem hófst í dag.Kraftur/Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir Laufabrauð og rakvél Hún þurfti í ferlinu að taka stórar ákvarðanir, eins og hvort hún vildi láta frysta úr sér egg til að eiga möguleika á að eignast börn í framtíðinni. Hármissirinn reyndist henni erfiður. „Ég var löngu búin að ákveða að 6. desember ætlaði ég að raka af mér hárið.“ Þann dag héldu þau fjölskyldumatarboð, gerðu saman laufabrauð og svo fékk hárið að fjúka. „Mig langaði helst að snúa við og hlaupa út. Mér leið eins og ég væri á tíu metra háum kletti á leiðinni að hoppa út í sjó“ Óvissan erfið Helga Ingibjörg segir að sonurinn hafi átt erfitt með breytinguna í byrjun, en hún hafi þá þurft að vera sterk fyrir hann. „Þegar það voru allir í áfalli þegar ég fæ greininguna, fannst mér ég stundum þurfa að hughreysta suma.“ Helga Ingibjörg er nú í miðri krabbameinsmeðferð og ætlar sér að sigra þessa baráttu. „Það koma alveg tímar þar sem ég er hrædd. Maður verður hræddur í óvissunni. Krabbamein er óútreiknanlegur sjúkdómur.“ Hún segir að sonurinn sé að koma henni í gegnum þetta. „Ég ætla mér að sigra þetta verkefni og vera með stráknum mínum eins lengi og ég fæ.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira