Níu sigrar í röð hjá Boston og fimm hjá Philadelphia Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 09:32 Jaylen Brown fór fyrir Boston-liðinu í nótt í fjarveru Jason Tatum. Maddie Meyer/Getty Images Topplið Austurdeildarinnar, Boston Celtics og Philadelphia 76ers, eru enn á góðu skriði eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Boston vann sinn níunda leik í röð er liðið lagði Toronto Raptors 106-104 og Philadelphia hafði betur gegn Sacramento Kings 129-127. Boston-liðið var án síns stigahæsta manns á tímabilinu, Jason Tatum, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir liðið. Heimamenn í Toronto leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn sjö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 57-50, Toronto í vil. ama jafnræði ríkti í síðari hálfleik, en þar voru það gestirnir frá Boston sem söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Munurinn á liðunum var aðeins fjögur stig þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þar reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum nauman tveggja stiga sigur, 106-104. Jaylen Brown fór fyrir liði Boston-manna og skoraði 27 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Pascal Siakam atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Grant Williams scored a career-high 25 PTS to lead the @celtics to the close-fought win in Toronto!Jaylen Brown: 27 PTS, 8 REB, 6 AST, 3 STL, 4 3PMMalcolm Brogdon: 23 PTS, 7 REBPascal Siakam: 29 PTS, 9 REB, 10 AST📲 https://t.co/WFdLNEjQ9Y pic.twitter.com/BTss6O6pBO— NBA (@NBA) January 22, 2023 Þá heldur lið Philedelphia 76ers góðu gengi sínu einnig áfram, en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt er liðið sótti Sacramento Kings heim. Kóngarnir frá Sacramento leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Philadelphia-liðið skoraði 38 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 22 stigum heimamanna. Tyrese Maxey skoraði 32 stig fyrir gestina frá Philadelphia, en De'Aaron Fox skoraði 31 fyrir heimamenn. Úrslit næturinnar Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Boston-liðið var án síns stigahæsta manns á tímabilinu, Jason Tatum, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir liðið. Heimamenn í Toronto leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn sjö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 57-50, Toronto í vil. ama jafnræði ríkti í síðari hálfleik, en þar voru það gestirnir frá Boston sem söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Munurinn á liðunum var aðeins fjögur stig þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þar reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum nauman tveggja stiga sigur, 106-104. Jaylen Brown fór fyrir liði Boston-manna og skoraði 27 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Pascal Siakam atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Grant Williams scored a career-high 25 PTS to lead the @celtics to the close-fought win in Toronto!Jaylen Brown: 27 PTS, 8 REB, 6 AST, 3 STL, 4 3PMMalcolm Brogdon: 23 PTS, 7 REBPascal Siakam: 29 PTS, 9 REB, 10 AST📲 https://t.co/WFdLNEjQ9Y pic.twitter.com/BTss6O6pBO— NBA (@NBA) January 22, 2023 Þá heldur lið Philedelphia 76ers góðu gengi sínu einnig áfram, en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt er liðið sótti Sacramento Kings heim. Kóngarnir frá Sacramento leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Philadelphia-liðið skoraði 38 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 22 stigum heimamanna. Tyrese Maxey skoraði 32 stig fyrir gestina frá Philadelphia, en De'Aaron Fox skoraði 31 fyrir heimamenn. Úrslit næturinnar Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings
Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings
NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira