Goðsögn pönksins vill taka þátt í Eurovision Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. janúar 2023 16:00 Það kemur í ljós þ. 3. febrúar nk. hvort John Lydon og hljómsveit hans, Public Image Ltd. verða fulltrúar Írlands í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Liverpool laugardaginn 13. maí. Jonathan Brady/Getty Images Þjóðirnar 37 sem taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í vor eru smám saman farnar að velja framlag sitt. Írland, sem hefur unnið keppnina 7 sinnum, eða oftar en nokkur önnur þjóð, velur framlag sitt í byrjun næsta mánaðar. Þar hefur einn keppandi algerlega stolið senunni og í raun reitt marga til reiði. Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi. Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi.
Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08