Draumurinn rættist og hluti af honum eru svakaleg áhættuatriði Snorri Másson skrifar 20. janúar 2023 09:01 „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi, sem ásamt bróður sínum Halldóri rekur í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum. Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum.
Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira