Fella ákvörðun MAST úr gildi og heimila innflutning á pólskum bolum Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 09:04 Matvælastofnun óttaðist að skaðvaldar gætu borist með sendingunni og fyrirskipaði að bolirnir skyldu endursendir eða þeim fargað. Ráðuneytið hafnaði þessu. Getty Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutningar á trjábolum með berki frá Póllandi og að þeir skuli endursendir eða þeim eytt. Ráðuneytið var ósammála stofnuninni og taldi að þau vottorð sem hafi fylgt sendingunni hafi staðist allar kröfur. Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins. Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins.
Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira