Jafnaði Bjarka en fúll yfir verðlaunum og henti þeim frá sér Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2023 07:30 Mathias Gidsel brýst í gegnum vörn Túnis í sigrinum örugga sem Danir unnu í gær. EPA-EFE/Andreas Hillergren Danski handboltasnillingurinn Mathias Gidsel skoraði átta mörk úr tólf tilraunum og var kjörinn maður leiksins þegar Danmörk vann Túnis á HM karla í handbolta í gær. Hann var hins vegar hálffúll yfir þeirri viðurkenningu. Gidsel hefur skorað 26 mörk á HM til þessa og er ásamt Bjarka Má Elíssyni markahæstur allra á mótinu nú þegar keppni er lokið í riðlum A-H og milliriðlakeppnin tekur við. Gidsel telur sig hins vegar geta gert mun betur en í 34-21 sigrinum gegn Túnis í gær og fundu blaðamenn TV2 í Danmörku skiltið sem hann fékk, eftir að hafa verið valinn maður leiksins, liggjandi á gólfinu í Malmö Arena þar sem leikurinn var spilaður. „Ég átti ekki skilið að taka þetta með heim. Ég veit ekki hvar það [skiltið] er núna. Ég hef verið að gefa áhorfendum þetta. Ég nenni ekki að draga þetta með heim til Berlínar. Þau sem hafa áhuga hafa fengið þau,“ sagði Gidsel við TV2. En af hverju finnst honum hann ekki verðskulda viðurkenninguna? „Það var líka þarna markvörður [Niklas Landin] sem var stórkostlegur. Við veltum okkur ekki mikið upp úr valinu á manni leiksins. Þau velja alltaf einn og ég veit ekki hvort að sá sem velur er besti vinur minn eða hvað, en þetta var alla vega ekki verðskuldað í dag,“ sagði Gidsel eftir leikinn. Danir eru í góðum málum í milliriðli fjögur með tvo sigra en eiga fyrir höndum erfiðari leiki en til þessa, gegn Króatíu á morgun og gegn Egyptum á mánudaginn, í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Liðin tvö sem komast upp úr riðlinum mæta liðum úr riðli Íslands í 8-liða úrslitum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira
Gidsel hefur skorað 26 mörk á HM til þessa og er ásamt Bjarka Má Elíssyni markahæstur allra á mótinu nú þegar keppni er lokið í riðlum A-H og milliriðlakeppnin tekur við. Gidsel telur sig hins vegar geta gert mun betur en í 34-21 sigrinum gegn Túnis í gær og fundu blaðamenn TV2 í Danmörku skiltið sem hann fékk, eftir að hafa verið valinn maður leiksins, liggjandi á gólfinu í Malmö Arena þar sem leikurinn var spilaður. „Ég átti ekki skilið að taka þetta með heim. Ég veit ekki hvar það [skiltið] er núna. Ég hef verið að gefa áhorfendum þetta. Ég nenni ekki að draga þetta með heim til Berlínar. Þau sem hafa áhuga hafa fengið þau,“ sagði Gidsel við TV2. En af hverju finnst honum hann ekki verðskulda viðurkenninguna? „Það var líka þarna markvörður [Niklas Landin] sem var stórkostlegur. Við veltum okkur ekki mikið upp úr valinu á manni leiksins. Þau velja alltaf einn og ég veit ekki hvort að sá sem velur er besti vinur minn eða hvað, en þetta var alla vega ekki verðskuldað í dag,“ sagði Gidsel eftir leikinn. Danir eru í góðum málum í milliriðli fjögur með tvo sigra en eiga fyrir höndum erfiðari leiki en til þessa, gegn Króatíu á morgun og gegn Egyptum á mánudaginn, í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Liðin tvö sem komast upp úr riðlinum mæta liðum úr riðli Íslands í 8-liða úrslitum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira