„Alveg eðlilegt að hann komi með smá svægi inn í þetta mót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 11:31 Elliði Snær Viðarsson minnti á sig í riðlakeppninni með því að skora átta mörk úr tíu skotum. Vísir/Vilhelm Nýjasta Handkastið gerði upp riðlakeppnina hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og valdi meðal annars þrjá bestu leikmenn Íslands í riðlakeppninni og þá þrjá leikmenn sem hafa valdið mestu vonbrigðum. Handkastið fylgist vel með gangi mála á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Arnar Daði Arnarsson fær þar líka alltaf til sín góða gesti. Strákarnir í Boltinn lýgur ekki og Smassbræðrum, Gunnar Birgisson, Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson kíktu í fuglabúrið til Sérfræðingsins og fóru yfir sigur Strákanna okkar gegn Suður-Kóreu. Gunnar Birgisson fór líka yfir stöðuna í öðrum riðlum. Í þættinum var farið yfir þá leikmenn sem hafa verið bestir í íslenska liðinu hingað til á mótinu og þá leikmenn sem hafa valdið mestu vonbrigðum. „Eigum við að byrja á þeim góðu. Ég verð að setja Björgvin Pál Gústavsson í þriðja sætið. Hann hefur komið mér á óvart og fyrir það fyrsta að hann spili. Hann hefur tekið sína sénsa og var frábær í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Gunnar Birgisson. „Það sem maður sér afgerandi á milli Björgvins og Viktors (Gísla Hallgrímssonar) er að Bjöggi er eins og nýju fótboltamarkverðirnir. Þeir þurfa að vera góðir í fótunum og Bjöggi er frábær að grýta honum fram. Viktor gerði minna að því í þessum Suður-Kóreu leik áðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Bjöggi er náttúrulega einn sá besti í heiminum í dag að kasta fram,“ skaut Arnar Daði inn í. „Tvö: Elliði, er það ekki sanngjarnt? Ég bjóst ekki við neinu af línumönnunum á þessu móti og hann hefur nú þegar farið fram úr þeim væntingum og alveg rúmlega það. Hann hefur verið að spila vel í Þýskalandi þannig að það er alveg eðlilegt að hann komi með smá svægi inn í þetta mót,“ sagði Gunnar. „Númer eitt er náttúrulega bara Bjarki Már Elísson sem er búinn að vera okkar langbesti leikmaður á þessu máti,“ sagði Gunnar. Það má heyra allt spjall strákanna hér fyrir neðan og þar á meðal þeir leikmenn sem hafa ollið smassbræðum mestum vonbrigðum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Handkastið fylgist vel með gangi mála á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Arnar Daði Arnarsson fær þar líka alltaf til sín góða gesti. Strákarnir í Boltinn lýgur ekki og Smassbræðrum, Gunnar Birgisson, Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson kíktu í fuglabúrið til Sérfræðingsins og fóru yfir sigur Strákanna okkar gegn Suður-Kóreu. Gunnar Birgisson fór líka yfir stöðuna í öðrum riðlum. Í þættinum var farið yfir þá leikmenn sem hafa verið bestir í íslenska liðinu hingað til á mótinu og þá leikmenn sem hafa valdið mestu vonbrigðum. „Eigum við að byrja á þeim góðu. Ég verð að setja Björgvin Pál Gústavsson í þriðja sætið. Hann hefur komið mér á óvart og fyrir það fyrsta að hann spili. Hann hefur tekið sína sénsa og var frábær í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Gunnar Birgisson. „Það sem maður sér afgerandi á milli Björgvins og Viktors (Gísla Hallgrímssonar) er að Bjöggi er eins og nýju fótboltamarkverðirnir. Þeir þurfa að vera góðir í fótunum og Bjöggi er frábær að grýta honum fram. Viktor gerði minna að því í þessum Suður-Kóreu leik áðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Bjöggi er náttúrulega einn sá besti í heiminum í dag að kasta fram,“ skaut Arnar Daði inn í. „Tvö: Elliði, er það ekki sanngjarnt? Ég bjóst ekki við neinu af línumönnunum á þessu móti og hann hefur nú þegar farið fram úr þeim væntingum og alveg rúmlega það. Hann hefur verið að spila vel í Þýskalandi þannig að það er alveg eðlilegt að hann komi með smá svægi inn í þetta mót,“ sagði Gunnar. „Númer eitt er náttúrulega bara Bjarki Már Elísson sem er búinn að vera okkar langbesti leikmaður á þessu máti,“ sagði Gunnar. Það má heyra allt spjall strákanna hér fyrir neðan og þar á meðal þeir leikmenn sem hafa ollið smassbræðum mestum vonbrigðum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira