„Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 20:55 Skeytið hefði vart geta endað í betri höndum. Í fjölskyldunni eru miklir Íslandsvinir og konan, sem heldur á skeytinu, hefur tvisvar sinnum komið hingað til lands. Aðsend „Þetta er stórskemmtilegt. Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta. Svo fékk ég bara email í morgun með þeim skilaboðum að skeytið væri fundið. Það tók mig smá tíma að átta mig á hverju um væri verið að tala,“ segir Brynhildur Yrsa Valkyrja um flöskuskeyti sem sett var í sjóinn í Hafnarfirði í maí árið 2020. Skeytið fannst á vesturströnd Frakklands um helgina. Brynhildur Yrsa segir í samtali við Vísi að hún og dóttir hennar hafi ákveðið að „flippa aðeins“ þegar inniveran í covidfaraldrinum lék landsmenn grátt. Hún kveðst ekki hafa búist við því að skeytið myndi nokkurn tímann finnast og hvað þá tæpum þremur árum síðar. Það var fjölskylda sem býr í Suður-Frakklandi sem fann skeytið um helgina. Fjölskyldan var í helgarferð nálægt Bordeaux þegar þau fundu skeytið. „Þau voru rosalega ánægð. Þau fóru í fjöruferð og rákust á þetta, hjón með fimm ára barn. Og konan sem fann þetta var svo himinlifandi vegna þess að hún hefur komið tvisvar til Íslands og er rosalega hrifin af Íslandi. Þannig að henni fannst mjög gaman að hafa fundið þetta.“ Á myndinni sést flaskan sem franska fjölskyldan fann um helgina og staðsetningin á korti.Aðsend Brynhildur Yrsa segist hafa séð fyrir sér að flöskuskeytið myndi enda á Írlandi eða í Bretlandi, ef það myndi einhvers staðar enda. Þegar hún opnaði tölvupóstinn í morgun var hún ekki lengi að svara. „Ég sendi bara strax til baka og þakkaði fyrir að senda og ég hefði verið búin að steinagleyma þessu – og að það væri gaman að sjá þetta fara alla leið þangað. Hún sendi mér þá til baka og er búin að finna mig á Instagram og adda mér þar. Þannig að við erum orðnar bara næstum því pennavinkonur,“ segir hún og hlær. „Ef þau koma hingað einhvern tímann aftur ætla ég pottþétt að athuga hvort hún vilji hitta mig.“ Frakkland Íslandsvinir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Brynhildur Yrsa segir í samtali við Vísi að hún og dóttir hennar hafi ákveðið að „flippa aðeins“ þegar inniveran í covidfaraldrinum lék landsmenn grátt. Hún kveðst ekki hafa búist við því að skeytið myndi nokkurn tímann finnast og hvað þá tæpum þremur árum síðar. Það var fjölskylda sem býr í Suður-Frakklandi sem fann skeytið um helgina. Fjölskyldan var í helgarferð nálægt Bordeaux þegar þau fundu skeytið. „Þau voru rosalega ánægð. Þau fóru í fjöruferð og rákust á þetta, hjón með fimm ára barn. Og konan sem fann þetta var svo himinlifandi vegna þess að hún hefur komið tvisvar til Íslands og er rosalega hrifin af Íslandi. Þannig að henni fannst mjög gaman að hafa fundið þetta.“ Á myndinni sést flaskan sem franska fjölskyldan fann um helgina og staðsetningin á korti.Aðsend Brynhildur Yrsa segist hafa séð fyrir sér að flöskuskeytið myndi enda á Írlandi eða í Bretlandi, ef það myndi einhvers staðar enda. Þegar hún opnaði tölvupóstinn í morgun var hún ekki lengi að svara. „Ég sendi bara strax til baka og þakkaði fyrir að senda og ég hefði verið búin að steinagleyma þessu – og að það væri gaman að sjá þetta fara alla leið þangað. Hún sendi mér þá til baka og er búin að finna mig á Instagram og adda mér þar. Þannig að við erum orðnar bara næstum því pennavinkonur,“ segir hún og hlær. „Ef þau koma hingað einhvern tímann aftur ætla ég pottþétt að athuga hvort hún vilji hitta mig.“
Frakkland Íslandsvinir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira