„Hræðilegt á að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 08:00 Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool eftir leik í gær og bað þá afsökunar. Vísir/Getty Jurgen Klopp man ekki eftir verri leik hjá Liverpool undir hans stjórn en í 3-0 tapleiknum gegn Brighton í gær. Lið Liverpool var yfirspilað löngum köflum í leiknum í gær. Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“ Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“
Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira