Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. janúar 2023 14:34 Gervigreindarspjallforritið ChatGPT kom út 30. nóvember sl. og hefur farið um snjallsíma fólks eins og eldur í sinu. Skólanemendur geta notað það til að leysa nánast hvaða vandamál eða verkefni sem er. Jakub Porzycki/Getty Images Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. Ár gervigreindarinnar Gervigreindin ryður sér hratt til rúms. Við sjáum hana dúkka upp út um allt. Árið 2022 var að mörgu leyti árið sem gervigreindin fór að blómstra fyrir alvöru, svo mikið að orðið „gervigreind“ var reyndar kosið orð ársins á Spáni. Og gervigreindarspjallforritið ChatGPT, sem dúkkaði upp undir lok síðasta árs, er nýjasta fyrirbrigðið sem allir eru að tala um núna og væntanlega næstu vikur og mánuði. ChatGPT spjallforritið kom út 30. nóvember. Fjórum dögum síðar var meira en ein milljón manna byrjuð að nota það. Skólayfirvöld hafa áhyggjur af heimanámi Og nú rúmum mánuði síðar óttast kennarar og skólastjórnendur að þetta forrit geti hreinlega rústað heimalærdómi nemenda. Því forritið getur á nokkrum augnablikum svarað nánast hvaða spurningum sem er, það gæti skrifað ritgerð fyrir þig um Shakespeare, Laxness eða hvern sem er, á ljóshraða, og jafnvel haft hana í bundnu máli ef þú biður um það, já eða sem rapptexta. Og forritið leysir flókin algebrudæmi áður en þú getur blikkað augunum. „Svona forrit geta verið mjög gagnleg við að efla sköpunargáfu nemenda,“ sagði Nuria Oliver, sérfræðingur í gervigreind í fréttum spænska ríkissjónvarpsins í gær. Margir nemendur víðsvegar um heiminn hafa tekið forritinu fagnandi og segja einfaldlega að þetta sé tækni sem ekki verði hægt að stöðva, en svo eru þeir sem óttast það að vélar geti vitað svona mikið. Forritið hefur verið bannað í mörgum skólum Forritið er komið undir smásjána nú þegar hjá menntamálayfirvöldum víða um heim. Nemendum í New York og Los Angeles hefur verið bannað að nota það í tímum, það hefur sömuleiðis verið bannað í háskólum í Ástralíu og Árósaháskóli hefur bannað notkun þess í prófum. Menntamálaráðuneyti Spánar er með forritið til skoðunar áður en það ákveður hvernig verði brugðist við notkun þess. Gervigreind Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Ár gervigreindarinnar Gervigreindin ryður sér hratt til rúms. Við sjáum hana dúkka upp út um allt. Árið 2022 var að mörgu leyti árið sem gervigreindin fór að blómstra fyrir alvöru, svo mikið að orðið „gervigreind“ var reyndar kosið orð ársins á Spáni. Og gervigreindarspjallforritið ChatGPT, sem dúkkaði upp undir lok síðasta árs, er nýjasta fyrirbrigðið sem allir eru að tala um núna og væntanlega næstu vikur og mánuði. ChatGPT spjallforritið kom út 30. nóvember. Fjórum dögum síðar var meira en ein milljón manna byrjuð að nota það. Skólayfirvöld hafa áhyggjur af heimanámi Og nú rúmum mánuði síðar óttast kennarar og skólastjórnendur að þetta forrit geti hreinlega rústað heimalærdómi nemenda. Því forritið getur á nokkrum augnablikum svarað nánast hvaða spurningum sem er, það gæti skrifað ritgerð fyrir þig um Shakespeare, Laxness eða hvern sem er, á ljóshraða, og jafnvel haft hana í bundnu máli ef þú biður um það, já eða sem rapptexta. Og forritið leysir flókin algebrudæmi áður en þú getur blikkað augunum. „Svona forrit geta verið mjög gagnleg við að efla sköpunargáfu nemenda,“ sagði Nuria Oliver, sérfræðingur í gervigreind í fréttum spænska ríkissjónvarpsins í gær. Margir nemendur víðsvegar um heiminn hafa tekið forritinu fagnandi og segja einfaldlega að þetta sé tækni sem ekki verði hægt að stöðva, en svo eru þeir sem óttast það að vélar geti vitað svona mikið. Forritið hefur verið bannað í mörgum skólum Forritið er komið undir smásjána nú þegar hjá menntamálayfirvöldum víða um heim. Nemendum í New York og Los Angeles hefur verið bannað að nota það í tímum, það hefur sömuleiðis verið bannað í háskólum í Ástralíu og Árósaháskóli hefur bannað notkun þess í prófum. Menntamálaráðuneyti Spánar er með forritið til skoðunar áður en það ákveður hvernig verði brugðist við notkun þess.
Gervigreind Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59