Hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 15:08 Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps. Atvikið átti sér stað síðdegis í gær. Í samtali við fréttastofu segir maðurinn, sem ekki vildi koma fram undir nafni að svo stöddu, að hann hefði verið að keyra strætisvagn í Kópavogi þegar grafa var fyrir vagninum og gröfubílstjórinn hefði neitað að færa sig. Hann hafi farið út úr strætisvagninum til að biðja bíla fyrir aftan að færa sig en þá hafi gröfumaðurinn byrjað að öskra á sig. „Hann byrjar að öskra á mig og segist ætla að drepa mig. Hann sturtaði ekki einu sinni heldur tvisvar úr snjóskóflunni og í seinna skiptið fór allt yfir mig,“ segir bílstjórinn. Hann segir að mikill ís hafi verið í snjónum sem hann fékk yfir sig og hann hafi meitt sig mikið bæði í hálsi og baki. Þá hafi maðurinn hótað því að slá til hans með skóflunni á gröfunni. Strætóbílstjórinn leitaði á sjúkrahús í dag þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Hann er að sögn enn mjög verkjaður í hálsi og baki og sér fram á að vera frá vinnu í að minnsta kosti 10-20 daga. Hann hefur ráðfært sig við lögfræðing og hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn á gröfunni var við vinnu á vegum fyrirtækisins Óskatak. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, að hann hefði verið sendur í ótímabundið leyfi og að málið væri í skoðun. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó funduðu í dag og lauk fundinum nú fyrir skömmu. Þeir vildu ekki tjá sig um efni fundarins eða frekar um málið þegar fréttastofa leitaðist eftir viðbrögðum. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða staðfesti í samtali við fréttastofu að maðurinn sé starfsmaður á þeirra vegum. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrir utan að hann segir að það sé litið alvarlegum augum og sé í skoðun. Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15 Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðdegis í gær. Í samtali við fréttastofu segir maðurinn, sem ekki vildi koma fram undir nafni að svo stöddu, að hann hefði verið að keyra strætisvagn í Kópavogi þegar grafa var fyrir vagninum og gröfubílstjórinn hefði neitað að færa sig. Hann hafi farið út úr strætisvagninum til að biðja bíla fyrir aftan að færa sig en þá hafi gröfumaðurinn byrjað að öskra á sig. „Hann byrjar að öskra á mig og segist ætla að drepa mig. Hann sturtaði ekki einu sinni heldur tvisvar úr snjóskóflunni og í seinna skiptið fór allt yfir mig,“ segir bílstjórinn. Hann segir að mikill ís hafi verið í snjónum sem hann fékk yfir sig og hann hafi meitt sig mikið bæði í hálsi og baki. Þá hafi maðurinn hótað því að slá til hans með skóflunni á gröfunni. Strætóbílstjórinn leitaði á sjúkrahús í dag þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Hann er að sögn enn mjög verkjaður í hálsi og baki og sér fram á að vera frá vinnu í að minnsta kosti 10-20 daga. Hann hefur ráðfært sig við lögfræðing og hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn á gröfunni var við vinnu á vegum fyrirtækisins Óskatak. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, að hann hefði verið sendur í ótímabundið leyfi og að málið væri í skoðun. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó funduðu í dag og lauk fundinum nú fyrir skömmu. Þeir vildu ekki tjá sig um efni fundarins eða frekar um málið þegar fréttastofa leitaðist eftir viðbrögðum. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða staðfesti í samtali við fréttastofu að maðurinn sé starfsmaður á þeirra vegum. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrir utan að hann segir að það sé litið alvarlegum augum og sé í skoðun.
Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15 Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15
Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00