Vinkonurnar óttast að nýi kærastinn spilli hlaupunum Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 22:49 Mari Järsk er ein fremsta hlaupakona landsins. Vonandi breytir nýr kærasti því ekki. Vísir/Sigurjón Hlaupakonan Mari Järsk segir vinkonur sínar hafa miklar áhyggjur af því að nýlegt ástarævintýri hennar spilli hlaupaferli hennar. Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan: Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira