Var heimilt að synja beiðni um eyðingu gagna úr Íslendingabók Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 07:49 Íslendingabók geymir upplýsingar um ættartengsl Íslendinga. Vísir/Vilhelm Persónuvernd segir Íslenskri erfðagreiningu hafa verið heimilt að synja konu um að upplýsingar um hana og ólögráða barn hennar yrðu fjarlægðar úr Íslendingabók. Var vinnsla upplýsingana sögð nauðsynleg vegna ættfræðirannsókna og í sagnfræðilegum tilgangi. Konan kvartaði til Persónuverndar í janúar 2021 vegna synjunar Íslenskrar erfðagreiningar á beiðni hennar um eyðingu persónuupplýsinga um hana og ólögráða barn hennar úr Íslendingabók. Íslendingabók er haldið úti af Íslenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni ehf. Í bréfi lögmanns konunnar sem barst Persónuvernd í september síðastliðnum var jafnframt áréttuð sú krafa að ákveðið yrði að Íslendingabók væri óheimilt að skrá, vista, vinna, birta og miðla með öllum hugsanlegum hætti persónuupplýsingum um konuna og barn hennar. Konan taldi að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að verða við beiðni hennar um að eyða upplýsingum um hana og barn hennar úr gagnagrunni og af vefsíðu Íslendingabókar. Hún hefði ekki gefið samþykki fyrir því að persónuupplýsingar um hana og barnið yrðu skráðar og birtar né hefði hún verið upplýst um það. Menn gætu varla varist birtingu almennra lýðskrárupplýsinga Íslensk erfðagreining vísaði meðal annars til ákvæðis um vinnslu persónuupplýsinga í þágu almannaahagsmuna. Vísað var til þess að ættfræðirannsóknir væru ein tegund vísinda- og sagnfræðirannsókna, sem féll undir vinnsluheimildir ákvæðisins. Þá var einnig vísað til þess að með Íslendingabók væri stuðlað að ættfræðirannsóknum á Íslandi. „Ættfræðirannsóknir, sem hafi verið stundaðar á Íslandi um árhundruð, njóti mikilla vinsælda hjá almenningi og séu ein meginstoðin í menningararfi þjóðarinnar. Auk þess séu ættfræðirannsóknir einn grundvöllur og forsenda fyrir viðamiklum rannsóknum á sviði mannerfðafræði hérlendis.“ Lögmætir hagsmunir vegna vinnslu umræddra persónuupplýsinga væru því meiri en hagsmunir konunnar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir meðal annars að stofnunin hafi í fyrri niðurstöðum sínum litið svo á að menn gætu vart varist því að í ættfræði- og æviskrárritum birtust um þá almennar lýðskrárupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, nöfn niðja, foreldra og núverandi maka. Þá sagði að undanþágur væru í gildi vegna vinnslu sem væri nauðsynleg vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði, eða í tölfræðilegum tilgangi. Íslenskri erfðagreiningu hefði því verið heimilt að synja beiðni konunnar. Persónuvernd Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Konan kvartaði til Persónuverndar í janúar 2021 vegna synjunar Íslenskrar erfðagreiningar á beiðni hennar um eyðingu persónuupplýsinga um hana og ólögráða barn hennar úr Íslendingabók. Íslendingabók er haldið úti af Íslenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni ehf. Í bréfi lögmanns konunnar sem barst Persónuvernd í september síðastliðnum var jafnframt áréttuð sú krafa að ákveðið yrði að Íslendingabók væri óheimilt að skrá, vista, vinna, birta og miðla með öllum hugsanlegum hætti persónuupplýsingum um konuna og barn hennar. Konan taldi að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að verða við beiðni hennar um að eyða upplýsingum um hana og barn hennar úr gagnagrunni og af vefsíðu Íslendingabókar. Hún hefði ekki gefið samþykki fyrir því að persónuupplýsingar um hana og barnið yrðu skráðar og birtar né hefði hún verið upplýst um það. Menn gætu varla varist birtingu almennra lýðskrárupplýsinga Íslensk erfðagreining vísaði meðal annars til ákvæðis um vinnslu persónuupplýsinga í þágu almannaahagsmuna. Vísað var til þess að ættfræðirannsóknir væru ein tegund vísinda- og sagnfræðirannsókna, sem féll undir vinnsluheimildir ákvæðisins. Þá var einnig vísað til þess að með Íslendingabók væri stuðlað að ættfræðirannsóknum á Íslandi. „Ættfræðirannsóknir, sem hafi verið stundaðar á Íslandi um árhundruð, njóti mikilla vinsælda hjá almenningi og séu ein meginstoðin í menningararfi þjóðarinnar. Auk þess séu ættfræðirannsóknir einn grundvöllur og forsenda fyrir viðamiklum rannsóknum á sviði mannerfðafræði hérlendis.“ Lögmætir hagsmunir vegna vinnslu umræddra persónuupplýsinga væru því meiri en hagsmunir konunnar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir meðal annars að stofnunin hafi í fyrri niðurstöðum sínum litið svo á að menn gætu vart varist því að í ættfræði- og æviskrárritum birtust um þá almennar lýðskrárupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, nöfn niðja, foreldra og núverandi maka. Þá sagði að undanþágur væru í gildi vegna vinnslu sem væri nauðsynleg vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði, eða í tölfræðilegum tilgangi. Íslenskri erfðagreiningu hefði því verið heimilt að synja beiðni konunnar.
Persónuvernd Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira