Mislukkað bónorð við Gullfoss slær í gegn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 20:27 Bónorð sem gekk ekki samkvæmt áætlun. Samsett Meðfylgjandi myndskeið, sem sýnir mislukkað bónorð Bandaríkjamanns við Gullfoss, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hátt í 400 þúsund manns hafa horft á myndskeiðið eftir að Jordan McGowan birti það á TikTok síðastliðinn þriðjudag. Bandarísku vefmiðlarnir New York Post og New Rebeat birtu myndskeiðið á dögunum. „Sjáið þegar þessi kona eyðileggur bónorðsmyndbandið mitt,“ skrifar Jordan við færsluna. @jordanemcgowan Honestly i find it funny no harm done its a laugh to watch. #iceland #travel #traveltiktok #proposal #fiance #proposalvideo #proposalgoals #proposalgonewrong Cool Kids (our sped up version) - Echosmith Á myndskeiðinu má sjá þegar unnusti hennar, Sean Munn skellir sér á skeljarnar við Gullfoss og gerir sig tilbúinn til að biðja hennar. Bónorðið mislukkast þó hrapalega þegar annar ferðamaður treður sér inn á myndina á sama augnabliki og freistast þess að ná mynd af fossinum í bakgrunni. Svo virðist sem að boðflennan hafi engu skeytt um það hjartnæma augnablik sem var að eiga sér stað, eða þá verið algjörlega ómeðvituð um það. Í texta sem birtist með myndskeiðinu tekur Jordan þó fram að í raun hafi henni fundist þessi aðför konunnar spaugileg. „Enginn skaði skeður, það er fyndið að horfa á þetta,“ ritar hún. En þó svo að hin verðandi brúður hafi getað hlegið að atvikinu þá eru ekki allir netverjar sáttir við þessa framkomu konunnar og í athugasemdum undir myndskeiðinu keppast sumir við að úthúða henni fyrir dónskapinn. „Hún vissi nákvæmlega hvað var að gerast og hún gerði þetta viljandi,“ skrifar einn. Þá segist annar sjá fyndnu hliðina á málinu. „En það er áhyggjuefni hvað sumir eru algjörlega ómeðvitaðir um það sem er að gerast í kringum þá.“ Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi TikTok Bláskógabyggð Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Hátt í 400 þúsund manns hafa horft á myndskeiðið eftir að Jordan McGowan birti það á TikTok síðastliðinn þriðjudag. Bandarísku vefmiðlarnir New York Post og New Rebeat birtu myndskeiðið á dögunum. „Sjáið þegar þessi kona eyðileggur bónorðsmyndbandið mitt,“ skrifar Jordan við færsluna. @jordanemcgowan Honestly i find it funny no harm done its a laugh to watch. #iceland #travel #traveltiktok #proposal #fiance #proposalvideo #proposalgoals #proposalgonewrong Cool Kids (our sped up version) - Echosmith Á myndskeiðinu má sjá þegar unnusti hennar, Sean Munn skellir sér á skeljarnar við Gullfoss og gerir sig tilbúinn til að biðja hennar. Bónorðið mislukkast þó hrapalega þegar annar ferðamaður treður sér inn á myndina á sama augnabliki og freistast þess að ná mynd af fossinum í bakgrunni. Svo virðist sem að boðflennan hafi engu skeytt um það hjartnæma augnablik sem var að eiga sér stað, eða þá verið algjörlega ómeðvituð um það. Í texta sem birtist með myndskeiðinu tekur Jordan þó fram að í raun hafi henni fundist þessi aðför konunnar spaugileg. „Enginn skaði skeður, það er fyndið að horfa á þetta,“ ritar hún. En þó svo að hin verðandi brúður hafi getað hlegið að atvikinu þá eru ekki allir netverjar sáttir við þessa framkomu konunnar og í athugasemdum undir myndskeiðinu keppast sumir við að úthúða henni fyrir dónskapinn. „Hún vissi nákvæmlega hvað var að gerast og hún gerði þetta viljandi,“ skrifar einn. Þá segist annar sjá fyndnu hliðina á málinu. „En það er áhyggjuefni hvað sumir eru algjörlega ómeðvitaðir um það sem er að gerast í kringum þá.“
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi TikTok Bláskógabyggð Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira