Kaldasti desember á landinu í hálfa öld Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 13:38 Fólk á gönguskíðum á Hvaleyrarvatni í desember. Þó að snjóþyngsli hafi sett mark sitt á mánuðinn var úrkoma í Reykjavík aðeins um þriðjungur af hefðbundinni desemberúrkomu. Óvenjuseint byrjaði líka að snjóa. Vísir/Vilhelm Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Meðalhiti í byggðum landsins var -4,0 gráður í desember, sá lægsti í 49 ár. Mánuðurinn var áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá upphafi mælinga samkvæmt uppgjöri Veðurstofunnar á tíðarfari í desember. Í Reykjavík var meðalhitinn -3,9 gráður, heilum 4,7 gráðum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 4,9 gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Síðast var álíka kalt í borginni árið 1916. Þetta var fjórði kaldasti desembermánuður í borginni. Þrír köldustu desembermánuðirnir voru allir á síðari hluta 19. aldar en þeir voru mun kaldari en nýliðinn desember. Á Akureyri var einnig kalt, -5,3 gráður. Meðalhitinn var 4,6 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára í desembermánuði sem var sá sjöundi kaldasti í höfuðstað Norðurlands frá upphafi mælinga. Líkt í Reykjavík var mánuðurinn kaldasti desembermánuður frá árinu 1973. Mánuðurinn var kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Hveradölum þar sem meðalhitinn var -10,5 gráður. Mesta hitafrávikið á landinu miðað við síðustu tíu árin var í Húsafelli þar sem meðalhitinn var 6,6 gráðum lægri en meðaltal tímabilsins. Minnsta frávikið var í Bolungarvík þar sem það var tvær og hálf gráða. Hæsti meðalhitinn í desember var í Surtsey, 0,7 stig en sá lægsti -10,9 stig í Sandbúðum. Kaldast í byggð var í Möðrudal þar sem hann var -9,4 gráður. Hæsti hiti sem mældist var 14,4 gráður á Seyðisfirði fyrsta dag mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -27,4 gráður við Kolku 30. desember. Þurr desembermánuður Víða var desemberúrkoma sú minnsta í áratugi. Þrátt fyrir að snjór hafi sett samgöngur úr skorðum í Reykjavík eftir miðjan mánuðinn var úrkoman í mánuðinum aðeins rúmur þriðjungur af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoma hefur ekki verið svo lítil í Reykjavík í desember frá árinu 1985. Snjórinn var ekki óvenjumikill þegar hann féll en hann var þurr og léttur og skóf auðveldlega í húsagötur og skafla. Snjór féll óvenjuseint bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrsti alhvíti dagurinn á Akureyri var 11. desember en 17. desember í Reykjavík. Það var aðeins í áttunda sinn undanfarin hundrað ár sem ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Það gerðist síðast lokaár 20. aldar árið 2000. Þá varð fyrst alhvítt 16. desember. Alhvítir dagar í Reykjavík voru fimmtán, þremur dögum fleiri en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Á Akureyri voru þeir 21, einnig þremur fleiri en meðaltalið. Sólríkasti desember í Reykjavík frá upphafi Þá var óvenju sólríkt í Reykjavík í desember. Sólskinsstundir mældust 51, meira en 38 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurinn var þannig sólríkasti desembermánuður í borginni frá upphafi mælinga. Á Akureyri var töluvert þungbúnara. Þar voru sólskinsstundirnar 0,9, rétt yfir meðallagi sama tímabils. Norðlægar og norðaustlægar áttir voru ríkjandi allan desember, hvassast dagana 19. til 21. desember þegar norðaustanhvassviðri gekk yfir landið. á Landsvísu var vindur hálfum metra á sekúndu undir meðallagi. Loftþrýstingur var með hæsta móti. Aðeins einu sinni hefur þrýstingurinn mælst jafnhár í Reykjavík í desember, árið 2010. Hann mældist 1016,4 hektópasköl (hPa) að meðaltali í desember, 17,2 hPa yfir meðallagi síðustu þrjátíu ára. Veður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Meðalhiti í byggðum landsins var -4,0 gráður í desember, sá lægsti í 49 ár. Mánuðurinn var áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá upphafi mælinga samkvæmt uppgjöri Veðurstofunnar á tíðarfari í desember. Í Reykjavík var meðalhitinn -3,9 gráður, heilum 4,7 gráðum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 4,9 gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Síðast var álíka kalt í borginni árið 1916. Þetta var fjórði kaldasti desembermánuður í borginni. Þrír köldustu desembermánuðirnir voru allir á síðari hluta 19. aldar en þeir voru mun kaldari en nýliðinn desember. Á Akureyri var einnig kalt, -5,3 gráður. Meðalhitinn var 4,6 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára í desembermánuði sem var sá sjöundi kaldasti í höfuðstað Norðurlands frá upphafi mælinga. Líkt í Reykjavík var mánuðurinn kaldasti desembermánuður frá árinu 1973. Mánuðurinn var kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Hveradölum þar sem meðalhitinn var -10,5 gráður. Mesta hitafrávikið á landinu miðað við síðustu tíu árin var í Húsafelli þar sem meðalhitinn var 6,6 gráðum lægri en meðaltal tímabilsins. Minnsta frávikið var í Bolungarvík þar sem það var tvær og hálf gráða. Hæsti meðalhitinn í desember var í Surtsey, 0,7 stig en sá lægsti -10,9 stig í Sandbúðum. Kaldast í byggð var í Möðrudal þar sem hann var -9,4 gráður. Hæsti hiti sem mældist var 14,4 gráður á Seyðisfirði fyrsta dag mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -27,4 gráður við Kolku 30. desember. Þurr desembermánuður Víða var desemberúrkoma sú minnsta í áratugi. Þrátt fyrir að snjór hafi sett samgöngur úr skorðum í Reykjavík eftir miðjan mánuðinn var úrkoman í mánuðinum aðeins rúmur þriðjungur af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoma hefur ekki verið svo lítil í Reykjavík í desember frá árinu 1985. Snjórinn var ekki óvenjumikill þegar hann féll en hann var þurr og léttur og skóf auðveldlega í húsagötur og skafla. Snjór féll óvenjuseint bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrsti alhvíti dagurinn á Akureyri var 11. desember en 17. desember í Reykjavík. Það var aðeins í áttunda sinn undanfarin hundrað ár sem ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Það gerðist síðast lokaár 20. aldar árið 2000. Þá varð fyrst alhvítt 16. desember. Alhvítir dagar í Reykjavík voru fimmtán, þremur dögum fleiri en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Á Akureyri voru þeir 21, einnig þremur fleiri en meðaltalið. Sólríkasti desember í Reykjavík frá upphafi Þá var óvenju sólríkt í Reykjavík í desember. Sólskinsstundir mældust 51, meira en 38 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurinn var þannig sólríkasti desembermánuður í borginni frá upphafi mælinga. Á Akureyri var töluvert þungbúnara. Þar voru sólskinsstundirnar 0,9, rétt yfir meðallagi sama tímabils. Norðlægar og norðaustlægar áttir voru ríkjandi allan desember, hvassast dagana 19. til 21. desember þegar norðaustanhvassviðri gekk yfir landið. á Landsvísu var vindur hálfum metra á sekúndu undir meðallagi. Loftþrýstingur var með hæsta móti. Aðeins einu sinni hefur þrýstingurinn mælst jafnhár í Reykjavík í desember, árið 2010. Hann mældist 1016,4 hektópasköl (hPa) að meðaltali í desember, 17,2 hPa yfir meðallagi síðustu þrjátíu ára.
Veður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent