Therese Johaug ófrísk: Betra en öll gullin sem ég hef unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 12:30 Therese Johaug fagnar með Ólympíugullið sitt á verðlaunapalli á ÓL í Peking í fyrra. Getty/Lintao Zhang/ Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er ein sú besta í sögunni en nú hefur hún tilefni til að fagna utan íþróttarinnar. Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira