Sóli útskrifaður úr fimm ára krabbameinseftirliti: „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. janúar 2023 15:49 Sóli Hólm er útskrifaður úr krabbameinseftirliti. Vísir/Vilhelm Grínistinn Sóli Hólm er formlega útskrifaður úr eftirliti vegna krabbameins sem hann greindist með fyrir rúmum fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segist Sóli vera þakklátur og segir hann gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum. „Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“ Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“
Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24