Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2023 11:19 Jón Þórisson, forstjóri Torgs sem gefur út Fréttablaðið, segir að með því að hætta að bera blaðið á heimili fólks sparist einn milljarður króna. vísir/sigurjón Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“ Fjölmiðlar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“
Fjölmiðlar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira