Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur eðlilegt að umræða verði innan ríkisstjórnar og á Alþingi um aukinn vopnaburð lögreglu. vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira