Man United vildi Gakpo síðasta sumar en hefur ekki efni á honum nú Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 16:17 Cody Gakpo var frábær á HM og er nú á leiðinni í ensku úrvalsdeildina. Þó ekki til Manchester United. Mike Hewitt/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vildi festa kaup á Coady Gakpo, nýjasta leikmanni Liverpool, síðasta sumar en félagið náði ekki að ganga frá kaupunum þar sem brasilíski vængmaðurinn Antony kostaði meira en áætlað var. Ten Hag tók við Man United í sumar á þessu ári og hóf strax að styrkja leikmannahópinn. The Athletic greinir frá því að Man Utd hafi viljað kaupa Gakpo þá en Ten Hag var handviss um að leikmaðurinn gæti spilað sem fremsti maður. Á endanum gengu kaupin ekki í gegn þar sem Ajax neitaði að lækka verðmiðann á Antony og því var Gakpo áfram hjá PSV. Hann spilaði svo frábærlega með Hollandi á HM og nú hafa erkifjendur Man Utd í Liverpool keypt kappann. Man United virtist ætla að reyna aftur við Gakpo nú í desember en ákvað á endanum að það væri ekki þess virði þar sem það myndi þýða að Ten Hag hefði minna milli handanna næsta sumar. Ten Hag segir Man United vera á höttunum á eftir framherja sem passar bæði í leikstíl liðsins sem og fjárhagsáætlun þess. The Athletic nefnir Memphis Depay, leikmann Barcelona, og Eric Maxim Choupo-Moting, leikmann Bayern München, sem ódýra valkosti en Börsungar vilja losna við Memphis á meðan samningur Choupo-Moting rennur út í sumar. #MUFC declined to go for Cody Gakpo due to finances. Had been weighing up money for a bid but decision now made only loans in Jan are affordable.First time Erik ten Hag s favoured front four have played at least a half together. He s hoping for more.https://t.co/uz5E2dO8Hm— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) December 28, 2022 Líklegast er þó að Man United reyni að sækja framherja á láni. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem liðið gerir það á undanförnum árum. Radamel Falcao kom tímabilið 2014-15 og Odion Ighalo tímabilið 2020-21. Manchester United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig að loknum 15 leikjum. Liðið hefur farið vel af stað eftir HM pásuna og unnið 2-0 sigur á Burnley, toppliði B-deildarinnar, í deildarbikarnum og 3-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Ten Hag tók við Man United í sumar á þessu ári og hóf strax að styrkja leikmannahópinn. The Athletic greinir frá því að Man Utd hafi viljað kaupa Gakpo þá en Ten Hag var handviss um að leikmaðurinn gæti spilað sem fremsti maður. Á endanum gengu kaupin ekki í gegn þar sem Ajax neitaði að lækka verðmiðann á Antony og því var Gakpo áfram hjá PSV. Hann spilaði svo frábærlega með Hollandi á HM og nú hafa erkifjendur Man Utd í Liverpool keypt kappann. Man United virtist ætla að reyna aftur við Gakpo nú í desember en ákvað á endanum að það væri ekki þess virði þar sem það myndi þýða að Ten Hag hefði minna milli handanna næsta sumar. Ten Hag segir Man United vera á höttunum á eftir framherja sem passar bæði í leikstíl liðsins sem og fjárhagsáætlun þess. The Athletic nefnir Memphis Depay, leikmann Barcelona, og Eric Maxim Choupo-Moting, leikmann Bayern München, sem ódýra valkosti en Börsungar vilja losna við Memphis á meðan samningur Choupo-Moting rennur út í sumar. #MUFC declined to go for Cody Gakpo due to finances. Had been weighing up money for a bid but decision now made only loans in Jan are affordable.First time Erik ten Hag s favoured front four have played at least a half together. He s hoping for more.https://t.co/uz5E2dO8Hm— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) December 28, 2022 Líklegast er þó að Man United reyni að sækja framherja á láni. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem liðið gerir það á undanförnum árum. Radamel Falcao kom tímabilið 2014-15 og Odion Ighalo tímabilið 2020-21. Manchester United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig að loknum 15 leikjum. Liðið hefur farið vel af stað eftir HM pásuna og unnið 2-0 sigur á Burnley, toppliði B-deildarinnar, í deildarbikarnum og 3-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira