Ólympíuverðlaunahafi dæmdur í tólf ára fangelsi Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 08:31 Aliaksandra Herasimenia hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega. Clive Rose/Getty Images Aliaksandra Herasimenia, þrefaldur verðlaunahafi af Ólympíuleikum, hefur verið dæmd í tólf ára fangelsi af hvítrússneskum dómsstólum vegna mótmæla sinna gegn þarlendum stjórnvöldum. Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia). Hvíta-Rússland Sund Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia).
Hvíta-Rússland Sund Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira