Sungu að Kane hefði brugðist landi sínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 16:00 Harry Kane í leik dagsins. Eddie Keogh/Getty Images Þegar kemur að níðsöngvum um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er ekkert heilagt. Harry Kane fékk að finna fyrir því í 2-2 jafntefli Brentford og Tottenham Hotspur í dag. Enska úrvalsdeildin sneri aftur í dag eftir 44 daga frí vegna HM í Katar. Kane var í byrjunarliði Tottenham en hann brenndi af vítaspyrnu þegar England féll úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM. Stuðningsfólk Brentford ákvað að láta Kane heyra það í leik dagsins og söng að hann hefði brugðist landi sínu. 'You let your country down' - Harry Kane brutally mocked by Brentford fans. pic.twitter.com/HPb1gRQYx6— SPORTbible (@sportbible) December 26, 2022 Það virtist sem söngvarnir hefðu áhrif á leikmenn Tottenham en heimaliðið komst 2-0 yfir áður en Kane minnkaði muninn áður en Pierre-Emile Højbjerg jafnaði metin. Kane var svo nálægt því að tryggja sigur Tottenham. Hefði skalli hans endað í netinu en ekki þverslánni hefði hið forna orðatiltæki „sá hlær best sem síðast hlær“ svo sannarlega átt við. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, tók upp hanskann fyrir Kane. Harry Kane s never let his country down. He s captain, a model pro and easily the best English striker around atm. He s just equalled Rooney s #ENG goal record of 53 (from 80 games). He also helps fund facilities and coaching for kids. Kane does a lot for his country. #BRETOT— Henry Winter (@henrywinter) December 26, 2022 „Kane hefur aldrei brugðist þjóð sinni. Hann er fyrirliði, fyrirmyndar atvinnumaður og án efa besti framherji Englands í dag. Hann er nýbúinn að jafna markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið og hjálpar til við að bæta aðstöðu og þjálfun barna. Kane gerir margt fyrir þjóð sína,“ sagði Winter á Twitter síðu sinni. Kane hefur skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Aðeins Erling Braut Håland, framherji Manchester City, hefur skorað fleiri eða 18 talsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin sneri aftur í dag eftir 44 daga frí vegna HM í Katar. Kane var í byrjunarliði Tottenham en hann brenndi af vítaspyrnu þegar England féll úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM. Stuðningsfólk Brentford ákvað að láta Kane heyra það í leik dagsins og söng að hann hefði brugðist landi sínu. 'You let your country down' - Harry Kane brutally mocked by Brentford fans. pic.twitter.com/HPb1gRQYx6— SPORTbible (@sportbible) December 26, 2022 Það virtist sem söngvarnir hefðu áhrif á leikmenn Tottenham en heimaliðið komst 2-0 yfir áður en Kane minnkaði muninn áður en Pierre-Emile Højbjerg jafnaði metin. Kane var svo nálægt því að tryggja sigur Tottenham. Hefði skalli hans endað í netinu en ekki þverslánni hefði hið forna orðatiltæki „sá hlær best sem síðast hlær“ svo sannarlega átt við. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, tók upp hanskann fyrir Kane. Harry Kane s never let his country down. He s captain, a model pro and easily the best English striker around atm. He s just equalled Rooney s #ENG goal record of 53 (from 80 games). He also helps fund facilities and coaching for kids. Kane does a lot for his country. #BRETOT— Henry Winter (@henrywinter) December 26, 2022 „Kane hefur aldrei brugðist þjóð sinni. Hann er fyrirliði, fyrirmyndar atvinnumaður og án efa besti framherji Englands í dag. Hann er nýbúinn að jafna markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið og hjálpar til við að bæta aðstöðu og þjálfun barna. Kane gerir margt fyrir þjóð sína,“ sagði Winter á Twitter síðu sinni. Kane hefur skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Aðeins Erling Braut Håland, framherji Manchester City, hefur skorað fleiri eða 18 talsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira