Syngjandi jólalottó Spánverja Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. desember 2022 16:00 Angel Abaga og Alonso Davalos, nemendur við San Ildefonso skólann í Madrid, syngja númerið sem hlaut stærsta vinninginn í hinu árlega jólalottói Spánverja. Oscar Gonzalez/Getty Images Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira