Lærði af reynslu síðasta móts og tók Óðinn með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2022 12:42 Guðmundur Guðmundsson er á leið með íslenska landsliðið á enn eitt stórmótið. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segir að það reynst erfitt að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Eftir reynslu síðasta móts ákvað hann að velja tvo hægri hornamenn. „Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira
„Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira