„Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2022 09:00 Græni drekinn setti mikinn svip á úrslitakeppnina 2012 þegar nýliðar Þórs fóru alla leið í úrslitaeinvígið. S2 Sport Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfubolta vorið 2021 en það var þó ekki í fyrsta sinn sem félagið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012 Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira