Pyntingameistari einræðisstjórnar fangelsaður Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2022 14:06 Mario Sandoval í dómsal í Buenos Aires í september. Honum hefur verið lýst sem einum harðskeyttasta pyntara herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Vísir/EPA Dómstóll í Argentínu dæmdi fyrrverandi lögreglumann í fimmtán ára fangelsi fyrir að ræna og pynta námsmann í tíð herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Lögreglumaðurinn starfaði í alræmdri pyntingastöð. Mario Sandoval, 69 ára, er sakaður um að hafa tekið þátt í að láta hundruð vinstrimanna hverfa og pyntað þá þegar herforingjastjórn réði ríkjum í Argentínu frá 1976 til 1983. Alls er talið að herforingjastjórnin hafi látið um þrjátíu þúsund manns hverfa. Ákæra gegn Sandoval laut þó aðeins að máli Hernáns Abriata, vinstrisinnaðs arkítektarnema. Lögreglumenn drógu Abriata út af heimili sínu árið 1976. Ekki er vitað hvað varð um hann en talið er fullvíst að hann hafi verið myrtur. Sandoval var fundinn sekur um að hafa rænt Abriata og pyntað hann í vélstjóraskóla sjóhersins sem var á tíma herforingjastjórnarinnar stærsta leynifangelsi landsins. Fangelsið gekk undir nafninu Esma á meðal Argentínumanna. Áætlað er að af þeim fimm þúsund körlum og konum sem voru færð í Esma hafi aðeins hundrað komist lífs af. Fangar voru yfirheyrðir og pyntaðir. Mörgum þeirra voru síðar gefin lyf og þeim hent út úr flugvélum út í sjó í svonefndu „skítugu stríði“ herforingjastjórnarinnar gegn vinstrisinnum og öðrum stjórnarandstæðingum. Börn fólks sem var látið hverfa með þessum hætti voru mörg ættleidd til vildarvina stjórnarinnar. Monica Dittmar, eiginkona Hernáns Abriata, heldur á mynd af honum við upphaf réttarhaldanna yfir Sandoval. Skilaboð frá Abriata til Dittmar fundust í fangaklefa í Esma fundust fyrir sex árum. Abriata var 24 ára þegar lögreglumenn rændu honum af heimili sínu.Vísir/EPA Gerðist háskólakennari og ráðgjafi í Frakklandi Þeir sem lifðu stríðið af lýsa Sandoval sem einum miskunnarlausasta pyntingarmeistaranum í Esma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann á meðal annars að hafa bundið fanga við rúmgrindur úr málmi og pynta þá með rafmagnsstöng sem er annars notuð til þess að smala nautgripum. Sandoval flúði Argentínu tveimur árum eftir að herforingjastjórnin féll og settist að í Frakklandi. Þar gerðist hann háskólakennari í Sorbonne og ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Árið 2008 kom í ljós hver hann væri í raun og veru. Franskur dómstóll úrskurðaði að lokum að hann mætti framselja til Argentínu. Fyrrverandi lögreglumaðurinn heldur enn fram sakleysi sínu. Í sumar hlutu nítján fyrrverandi herforingjar þunga fangelsisdóma fyrir glæpi gegn mannkyninu. Á meðal þeirra var Santiago Riveros, 98 ára gamall fyrrverandi hershöfðingi. Riveros var fundinn sekur um fleiri en hundrað glæpi og hlaut lífstíðardóm. Glæpirnir voru gegn 350 fórnarlömbum, á meðal þeirra sex starfsmenn verksmiðju bílaframleiðandans Mercedes Benz sem hægrisinnuð dauðasveit rændi vegna stuðnings þeirra við verkalýðsbaráttu. Verkamennirnir voru fluttir í Campo de Mayo-fangelsið sem Riveros stýrði þar sem þeir voru pyntaðir. Aldrei spurðist frá þeim aftur. Argentína Erlend sakamál Mannréttindi Tengdar fréttir Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Mario Sandoval, 69 ára, er sakaður um að hafa tekið þátt í að láta hundruð vinstrimanna hverfa og pyntað þá þegar herforingjastjórn réði ríkjum í Argentínu frá 1976 til 1983. Alls er talið að herforingjastjórnin hafi látið um þrjátíu þúsund manns hverfa. Ákæra gegn Sandoval laut þó aðeins að máli Hernáns Abriata, vinstrisinnaðs arkítektarnema. Lögreglumenn drógu Abriata út af heimili sínu árið 1976. Ekki er vitað hvað varð um hann en talið er fullvíst að hann hafi verið myrtur. Sandoval var fundinn sekur um að hafa rænt Abriata og pyntað hann í vélstjóraskóla sjóhersins sem var á tíma herforingjastjórnarinnar stærsta leynifangelsi landsins. Fangelsið gekk undir nafninu Esma á meðal Argentínumanna. Áætlað er að af þeim fimm þúsund körlum og konum sem voru færð í Esma hafi aðeins hundrað komist lífs af. Fangar voru yfirheyrðir og pyntaðir. Mörgum þeirra voru síðar gefin lyf og þeim hent út úr flugvélum út í sjó í svonefndu „skítugu stríði“ herforingjastjórnarinnar gegn vinstrisinnum og öðrum stjórnarandstæðingum. Börn fólks sem var látið hverfa með þessum hætti voru mörg ættleidd til vildarvina stjórnarinnar. Monica Dittmar, eiginkona Hernáns Abriata, heldur á mynd af honum við upphaf réttarhaldanna yfir Sandoval. Skilaboð frá Abriata til Dittmar fundust í fangaklefa í Esma fundust fyrir sex árum. Abriata var 24 ára þegar lögreglumenn rændu honum af heimili sínu.Vísir/EPA Gerðist háskólakennari og ráðgjafi í Frakklandi Þeir sem lifðu stríðið af lýsa Sandoval sem einum miskunnarlausasta pyntingarmeistaranum í Esma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann á meðal annars að hafa bundið fanga við rúmgrindur úr málmi og pynta þá með rafmagnsstöng sem er annars notuð til þess að smala nautgripum. Sandoval flúði Argentínu tveimur árum eftir að herforingjastjórnin féll og settist að í Frakklandi. Þar gerðist hann háskólakennari í Sorbonne og ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Árið 2008 kom í ljós hver hann væri í raun og veru. Franskur dómstóll úrskurðaði að lokum að hann mætti framselja til Argentínu. Fyrrverandi lögreglumaðurinn heldur enn fram sakleysi sínu. Í sumar hlutu nítján fyrrverandi herforingjar þunga fangelsisdóma fyrir glæpi gegn mannkyninu. Á meðal þeirra var Santiago Riveros, 98 ára gamall fyrrverandi hershöfðingi. Riveros var fundinn sekur um fleiri en hundrað glæpi og hlaut lífstíðardóm. Glæpirnir voru gegn 350 fórnarlömbum, á meðal þeirra sex starfsmenn verksmiðju bílaframleiðandans Mercedes Benz sem hægrisinnuð dauðasveit rændi vegna stuðnings þeirra við verkalýðsbaráttu. Verkamennirnir voru fluttir í Campo de Mayo-fangelsið sem Riveros stýrði þar sem þeir voru pyntaðir. Aldrei spurðist frá þeim aftur.
Argentína Erlend sakamál Mannréttindi Tengdar fréttir Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59