Aron á heimleið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2022 07:44 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin tvö ár. vísir/hulda margrét Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. Hafnfirðingurinn verður bara tvö ár hjá Álaborg en ekki þrjú eins og til stóð. Hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona í fyrra. Öruggar heimildir íþróttadeildar herma að Aron sé á heimleið og gangi í raðir FH. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, greindi einnig frá þessu á Twitter í gærkvöldi. Aron verður kynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi síðdegis. Update: Aron Pálmarsson verður tilkynntur leikmaður FH á morgun. Hann gengur til liðs við liðið næsta sumar. Ég hef ekki hugmynd afhverju. En þetta eru stærstu fréttir í íslenskum handbolta síðan hvenær ? https://t.co/VMCcJdjW59— Arnar Daði (@arnardadi) December 21, 2022 Aron lék síðast með FH tímabilið 2008-09. Hann var þá valinn besti ungi leikmaður efstu deildar og besti sóknarmaður hennar. Eftir tímabilið gekk hann í raðir Kiel þar sem hann lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Auk Kiel, Álaborgar og FH hefur hinn 32 ára Aron leikið með Veszprém í Ungverjalandi og Barcelona á Spáni. Hann er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar og hefur meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill hvalreki koma Arons er fyrir FH enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims undanfarinn áratug. Aron er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna 2020. Hann hefur leikið 148 landsleiki og skorað í þeim 576 mörk. FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með nítján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik síðan gegn Valsmönnum 23. september. Olís-deild karla FH Danski handboltinn Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Hafnfirðingurinn verður bara tvö ár hjá Álaborg en ekki þrjú eins og til stóð. Hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona í fyrra. Öruggar heimildir íþróttadeildar herma að Aron sé á heimleið og gangi í raðir FH. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, greindi einnig frá þessu á Twitter í gærkvöldi. Aron verður kynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi síðdegis. Update: Aron Pálmarsson verður tilkynntur leikmaður FH á morgun. Hann gengur til liðs við liðið næsta sumar. Ég hef ekki hugmynd afhverju. En þetta eru stærstu fréttir í íslenskum handbolta síðan hvenær ? https://t.co/VMCcJdjW59— Arnar Daði (@arnardadi) December 21, 2022 Aron lék síðast með FH tímabilið 2008-09. Hann var þá valinn besti ungi leikmaður efstu deildar og besti sóknarmaður hennar. Eftir tímabilið gekk hann í raðir Kiel þar sem hann lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Auk Kiel, Álaborgar og FH hefur hinn 32 ára Aron leikið með Veszprém í Ungverjalandi og Barcelona á Spáni. Hann er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar og hefur meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill hvalreki koma Arons er fyrir FH enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims undanfarinn áratug. Aron er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna 2020. Hann hefur leikið 148 landsleiki og skorað í þeim 576 mörk. FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með nítján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik síðan gegn Valsmönnum 23. september.
Olís-deild karla FH Danski handboltinn Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira