Giftu sig óvænt hjá sýslumanni: „Brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. desember 2022 14:31 Katrín Jakobsdóttir fagnar 15 ára brúðkaupsafmæli með eiginmanninum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason fagna nú fimmtán ára brúðkaupsafmæli. Halda þau upp á kristallsbrúðkaupsafmæli sitt 19. desember en þó ekki saman. „Við fögnum þessu brúðkaupsafmæli hvort í sínu landinu þar sem ég sit í dag leiðtogafund JEF-samstarfsins í Riga en hann er heima á Íslandi,“ skrifar Katrín á Facebook í tilefni tímamótanna. Katrín og Gunnar giftu sig nokkuð skyndilega árið 2007 og sögðu örfáum frá þeirri ákvörðun. „Ég var þá komin á steypirinn og sonur tvö kom í heiminn á gamlársdag sama ár. Við giftum okkur hjá Sýslumanni og fórum svo með elsta syninum á Hornið og Ísbúð Vesturbæjar. Við komumst að því þetta kvöld að líklega væri barnið með mjólkuofnæmi þar sem brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni sem hafði fengið sér ótæpilega af ís,“ rifjar Katrín upp. Jólagjafainnkaup í ófærð og stórhríð „En fall er fararheill og þetta 15 ára ferðalag hefur verið viðburðaríkt, stundum erfitt, oft skemmtilegt en fyrst og fremst farsælt. Verstu stundirnar eigum við þegar við setjum saman húsgögn eða erum saman í bíl því við eigum það sameiginlegt að vita allt best. Bestu stundirnar eru þegar við hlæjum saman að einhverri vitleysu sem við gerum sem betur fer oft - og alltaf eftir þessar erfiðu stundir!“ Katrín kom með gott dæmi úr hversdagsleika þeirra hjóna. „Við sýndum til dæmis nokkra snilldartakta núna á laugardaginn þegar mér fannst það góð hugmynd að keyra í ófærð og stórhríð til að græja nokkrar jólagjafir. Eftir afar hægan akstur úr Vesturbæ í Kringluna þar sem ég tók mitt hlutverk sem aðstoðarökumaður mjög alvarlega við litlar vinsældir vorum við sammála um að þetta hefði mögulega ekki verið frábær hugmynd! Eftir að hafa komist klakklaust heim enduðum við á kafi í snjómokstri (á meðan enn kyngdi niður snjó) þar sem við vissum að sjálfsögðu bæði best hvernig ætti nákvæmlega að moka snjó með sem skilvirkustum hætti og þessi mynd er tekin í miðju því samtali. Það eru allar þessar stundir sem láta kannski ekki mikið yfir sér en sem ég er þakklát fyrir alla daga og gera lífið svo mergjað.“ Brúðkaup Ástin og lífið Snjómokstur Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
„Við fögnum þessu brúðkaupsafmæli hvort í sínu landinu þar sem ég sit í dag leiðtogafund JEF-samstarfsins í Riga en hann er heima á Íslandi,“ skrifar Katrín á Facebook í tilefni tímamótanna. Katrín og Gunnar giftu sig nokkuð skyndilega árið 2007 og sögðu örfáum frá þeirri ákvörðun. „Ég var þá komin á steypirinn og sonur tvö kom í heiminn á gamlársdag sama ár. Við giftum okkur hjá Sýslumanni og fórum svo með elsta syninum á Hornið og Ísbúð Vesturbæjar. Við komumst að því þetta kvöld að líklega væri barnið með mjólkuofnæmi þar sem brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni sem hafði fengið sér ótæpilega af ís,“ rifjar Katrín upp. Jólagjafainnkaup í ófærð og stórhríð „En fall er fararheill og þetta 15 ára ferðalag hefur verið viðburðaríkt, stundum erfitt, oft skemmtilegt en fyrst og fremst farsælt. Verstu stundirnar eigum við þegar við setjum saman húsgögn eða erum saman í bíl því við eigum það sameiginlegt að vita allt best. Bestu stundirnar eru þegar við hlæjum saman að einhverri vitleysu sem við gerum sem betur fer oft - og alltaf eftir þessar erfiðu stundir!“ Katrín kom með gott dæmi úr hversdagsleika þeirra hjóna. „Við sýndum til dæmis nokkra snilldartakta núna á laugardaginn þegar mér fannst það góð hugmynd að keyra í ófærð og stórhríð til að græja nokkrar jólagjafir. Eftir afar hægan akstur úr Vesturbæ í Kringluna þar sem ég tók mitt hlutverk sem aðstoðarökumaður mjög alvarlega við litlar vinsældir vorum við sammála um að þetta hefði mögulega ekki verið frábær hugmynd! Eftir að hafa komist klakklaust heim enduðum við á kafi í snjómokstri (á meðan enn kyngdi niður snjó) þar sem við vissum að sjálfsögðu bæði best hvernig ætti nákvæmlega að moka snjó með sem skilvirkustum hætti og þessi mynd er tekin í miðju því samtali. Það eru allar þessar stundir sem láta kannski ekki mikið yfir sér en sem ég er þakklát fyrir alla daga og gera lífið svo mergjað.“
Brúðkaup Ástin og lífið Snjómokstur Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira