Giftu sig óvænt hjá sýslumanni: „Brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. desember 2022 14:31 Katrín Jakobsdóttir fagnar 15 ára brúðkaupsafmæli með eiginmanninum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason fagna nú fimmtán ára brúðkaupsafmæli. Halda þau upp á kristallsbrúðkaupsafmæli sitt 19. desember en þó ekki saman. „Við fögnum þessu brúðkaupsafmæli hvort í sínu landinu þar sem ég sit í dag leiðtogafund JEF-samstarfsins í Riga en hann er heima á Íslandi,“ skrifar Katrín á Facebook í tilefni tímamótanna. Katrín og Gunnar giftu sig nokkuð skyndilega árið 2007 og sögðu örfáum frá þeirri ákvörðun. „Ég var þá komin á steypirinn og sonur tvö kom í heiminn á gamlársdag sama ár. Við giftum okkur hjá Sýslumanni og fórum svo með elsta syninum á Hornið og Ísbúð Vesturbæjar. Við komumst að því þetta kvöld að líklega væri barnið með mjólkuofnæmi þar sem brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni sem hafði fengið sér ótæpilega af ís,“ rifjar Katrín upp. Jólagjafainnkaup í ófærð og stórhríð „En fall er fararheill og þetta 15 ára ferðalag hefur verið viðburðaríkt, stundum erfitt, oft skemmtilegt en fyrst og fremst farsælt. Verstu stundirnar eigum við þegar við setjum saman húsgögn eða erum saman í bíl því við eigum það sameiginlegt að vita allt best. Bestu stundirnar eru þegar við hlæjum saman að einhverri vitleysu sem við gerum sem betur fer oft - og alltaf eftir þessar erfiðu stundir!“ Katrín kom með gott dæmi úr hversdagsleika þeirra hjóna. „Við sýndum til dæmis nokkra snilldartakta núna á laugardaginn þegar mér fannst það góð hugmynd að keyra í ófærð og stórhríð til að græja nokkrar jólagjafir. Eftir afar hægan akstur úr Vesturbæ í Kringluna þar sem ég tók mitt hlutverk sem aðstoðarökumaður mjög alvarlega við litlar vinsældir vorum við sammála um að þetta hefði mögulega ekki verið frábær hugmynd! Eftir að hafa komist klakklaust heim enduðum við á kafi í snjómokstri (á meðan enn kyngdi niður snjó) þar sem við vissum að sjálfsögðu bæði best hvernig ætti nákvæmlega að moka snjó með sem skilvirkustum hætti og þessi mynd er tekin í miðju því samtali. Það eru allar þessar stundir sem láta kannski ekki mikið yfir sér en sem ég er þakklát fyrir alla daga og gera lífið svo mergjað.“ Brúðkaup Ástin og lífið Snjómokstur Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira
„Við fögnum þessu brúðkaupsafmæli hvort í sínu landinu þar sem ég sit í dag leiðtogafund JEF-samstarfsins í Riga en hann er heima á Íslandi,“ skrifar Katrín á Facebook í tilefni tímamótanna. Katrín og Gunnar giftu sig nokkuð skyndilega árið 2007 og sögðu örfáum frá þeirri ákvörðun. „Ég var þá komin á steypirinn og sonur tvö kom í heiminn á gamlársdag sama ár. Við giftum okkur hjá Sýslumanni og fórum svo með elsta syninum á Hornið og Ísbúð Vesturbæjar. Við komumst að því þetta kvöld að líklega væri barnið með mjólkuofnæmi þar sem brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni sem hafði fengið sér ótæpilega af ís,“ rifjar Katrín upp. Jólagjafainnkaup í ófærð og stórhríð „En fall er fararheill og þetta 15 ára ferðalag hefur verið viðburðaríkt, stundum erfitt, oft skemmtilegt en fyrst og fremst farsælt. Verstu stundirnar eigum við þegar við setjum saman húsgögn eða erum saman í bíl því við eigum það sameiginlegt að vita allt best. Bestu stundirnar eru þegar við hlæjum saman að einhverri vitleysu sem við gerum sem betur fer oft - og alltaf eftir þessar erfiðu stundir!“ Katrín kom með gott dæmi úr hversdagsleika þeirra hjóna. „Við sýndum til dæmis nokkra snilldartakta núna á laugardaginn þegar mér fannst það góð hugmynd að keyra í ófærð og stórhríð til að græja nokkrar jólagjafir. Eftir afar hægan akstur úr Vesturbæ í Kringluna þar sem ég tók mitt hlutverk sem aðstoðarökumaður mjög alvarlega við litlar vinsældir vorum við sammála um að þetta hefði mögulega ekki verið frábær hugmynd! Eftir að hafa komist klakklaust heim enduðum við á kafi í snjómokstri (á meðan enn kyngdi niður snjó) þar sem við vissum að sjálfsögðu bæði best hvernig ætti nákvæmlega að moka snjó með sem skilvirkustum hætti og þessi mynd er tekin í miðju því samtali. Það eru allar þessar stundir sem láta kannski ekki mikið yfir sér en sem ég er þakklát fyrir alla daga og gera lífið svo mergjað.“
Brúðkaup Ástin og lífið Snjómokstur Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira