Gefur út bók sem hann skrifaði tíu ára gamall Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. desember 2022 16:01 Guðmundur Heiðar Helgason. Stöð 2/Egill Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Strætó gefur nú út bók sem hann skrifaði fyrir tuttugu og fjórum árum - þegar hann var tíu ára. Sagan lá í rykföllnum pappakassa allt þar til nú og er fyrsta bók höfundarins. Bókina skrifaði höfundurinn Guðmundur Heiðar þegar hann var tíu ára gamall og sendi inn í smásagnakeppni Smáraskóla árið 1998. Bókin fór með sigur af hólmi en endaði svo ásamt gömu skóladóti í rykföllnum pappakassa í foreldrahúsum. „Fyrr í vor þá fann ég hana ofan í geymslu. Mamma hendir ekki neinu og svo dúkkar hún uppi. Ég man að ég var alltaf svo hrifin af þessari sögu og fannst hún alltaf skemmtileg. Svo í tengslum við að ég eignast barn og lesa mikið fyrir hana þá hugsa ég vá hvað það væri gaman að sjá söguna mína í myndum. Bara sem bók,“ segir Guðmundur Heiðar. Frétt Stöðvar 2: Bókin heitir Herra Skruddi og týnda galdradótið og fjallar um galdrakall sem mætir ýmsum hindrunum í leit að týndu galdradóti. Bók skrifuð af barni fyrir börn en gefin út fullorðinni útgáfu af sama barni, tuttugu og fjórum árum síðar. Bandaríkjamaðurinn David Sopp sér um teikningar og grafík en hann hefur vakið athygli fyrir bókina Safe baby handling tips. Þeir mátar hafa áður unnið saman í markaðsmálum en aldrei hist í persónu. Guðmundur sýndi fréttamanni einnig upprunalega handritið sem skrifað var fyrir áratugum síðan. Smá krumpað og kámað, allt eins og það á að vera. Bókmenntir Börn og uppeldi Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bókina skrifaði höfundurinn Guðmundur Heiðar þegar hann var tíu ára gamall og sendi inn í smásagnakeppni Smáraskóla árið 1998. Bókin fór með sigur af hólmi en endaði svo ásamt gömu skóladóti í rykföllnum pappakassa í foreldrahúsum. „Fyrr í vor þá fann ég hana ofan í geymslu. Mamma hendir ekki neinu og svo dúkkar hún uppi. Ég man að ég var alltaf svo hrifin af þessari sögu og fannst hún alltaf skemmtileg. Svo í tengslum við að ég eignast barn og lesa mikið fyrir hana þá hugsa ég vá hvað það væri gaman að sjá söguna mína í myndum. Bara sem bók,“ segir Guðmundur Heiðar. Frétt Stöðvar 2: Bókin heitir Herra Skruddi og týnda galdradótið og fjallar um galdrakall sem mætir ýmsum hindrunum í leit að týndu galdradóti. Bók skrifuð af barni fyrir börn en gefin út fullorðinni útgáfu af sama barni, tuttugu og fjórum árum síðar. Bandaríkjamaðurinn David Sopp sér um teikningar og grafík en hann hefur vakið athygli fyrir bókina Safe baby handling tips. Þeir mátar hafa áður unnið saman í markaðsmálum en aldrei hist í persónu. Guðmundur sýndi fréttamanni einnig upprunalega handritið sem skrifað var fyrir áratugum síðan. Smá krumpað og kámað, allt eins og það á að vera.
Bókmenntir Börn og uppeldi Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira