Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 12:01 Bílar sitja víða fastir og mörgum helstu vegum á Suðurlandi hefur verið lokað. Landsbjörg Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29
Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09