Karius segist ekki bera neinn kala til Klopp sem læsti hann úti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 13:00 Loris Karius grætur eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid árið 2018. Getty/Simon Stacpoole Loris Karius talar ekki illa um knattspyrnustjóra Liverpool þrátt fyrir að Jürgen Klopp hafi hent honum úr liðinu eftir mistökin dýrkeyptu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Karius er að reyna endurkomu í ensku úrvalsdeildina með Newcastle United fjórum árum eftir úrslitaleikinn afdrifaríka í Kiev. Karius gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í úrslitaleiknum, fyrsta og þriðja markið í 3-1 sigri spænska liðsins. Fyrst henti hann boltanum í Karim Benzema sem skoraði og svo lak langskot Gareth Bale í gegnum hendur hans. Karius: No 'bad blood' with Klopp over L'pool exit https://t.co/gq1nEczjzX— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 14, 2022 Karius hefur verið á láni undanfarin ár því hann spilaði ekki aftur fyrir Liverpool. Klopp keypti Alisson nokkrum vikum seinna og markvarslan var ekki lengur vandamál hjá Liverpool. Karius var tvö tímabil hjá Besiktas og eitt ár hjá Union Berlin. Hann fékk ekkert að spila á síðast ári sínu hjá Liverpool. Hann samdi síðan við Newcastle í september. „Tími minn hjá Liverpool var búinn og ég var að leita mér að nýju félagi. Það tókst ekki að ná samningi og því lenti ég í þeirri stöðu að ég varð að vera hjá Liverpool vitandi það að ég fengi ekki nein tækifæri,“ sagði Loris Karius. "For me it is tiring to keep talking about it, it's football and things happen"#LFC https://t.co/2ie4B5FJqm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 14, 2022 „Ég ræddi þetta við knattspyrnustjórann. Ég ber samt engan kala til hans en vitandi stöðuna frá byrjun gerði þetta mjög erfitt,“ sagði Karius. „Þegar þú færð aldrei að vera í hópnum þá missir þú af því að upplif sigrana, tapleikina og að ferðast með liðinu,“ sagði Karius. „Ég saknaði þess. Það er ekki auðvelt að vera jákvæður og halda áfram að vinna af því að þú veist að það skiptir engu máli. Ég lærði samt mikið af þessu, reyndi mitt besta á æfingum og reyndi að halda mér jákvæðum andlega,“ sagði Karius. „Ég hef spilað yfir tvö hundruð leiki í efstu deild og landsliðum og ég veit hvað ég get. Ég vissi að ég gæti boðið margt. Ég er bara að verða þrítugur og það er ekki gamalt fyrir markvörð. Síðasta tímabil var samt erfitt,“ sagði Karius. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Karius er að reyna endurkomu í ensku úrvalsdeildina með Newcastle United fjórum árum eftir úrslitaleikinn afdrifaríka í Kiev. Karius gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í úrslitaleiknum, fyrsta og þriðja markið í 3-1 sigri spænska liðsins. Fyrst henti hann boltanum í Karim Benzema sem skoraði og svo lak langskot Gareth Bale í gegnum hendur hans. Karius: No 'bad blood' with Klopp over L'pool exit https://t.co/gq1nEczjzX— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 14, 2022 Karius hefur verið á láni undanfarin ár því hann spilaði ekki aftur fyrir Liverpool. Klopp keypti Alisson nokkrum vikum seinna og markvarslan var ekki lengur vandamál hjá Liverpool. Karius var tvö tímabil hjá Besiktas og eitt ár hjá Union Berlin. Hann fékk ekkert að spila á síðast ári sínu hjá Liverpool. Hann samdi síðan við Newcastle í september. „Tími minn hjá Liverpool var búinn og ég var að leita mér að nýju félagi. Það tókst ekki að ná samningi og því lenti ég í þeirri stöðu að ég varð að vera hjá Liverpool vitandi það að ég fengi ekki nein tækifæri,“ sagði Loris Karius. "For me it is tiring to keep talking about it, it's football and things happen"#LFC https://t.co/2ie4B5FJqm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 14, 2022 „Ég ræddi þetta við knattspyrnustjórann. Ég ber samt engan kala til hans en vitandi stöðuna frá byrjun gerði þetta mjög erfitt,“ sagði Karius. „Þegar þú færð aldrei að vera í hópnum þá missir þú af því að upplif sigrana, tapleikina og að ferðast með liðinu,“ sagði Karius. „Ég saknaði þess. Það er ekki auðvelt að vera jákvæður og halda áfram að vinna af því að þú veist að það skiptir engu máli. Ég lærði samt mikið af þessu, reyndi mitt besta á æfingum og reyndi að halda mér jákvæðum andlega,“ sagði Karius. „Ég hef spilað yfir tvö hundruð leiki í efstu deild og landsliðum og ég veit hvað ég get. Ég vissi að ég gæti boðið margt. Ég er bara að verða þrítugur og það er ekki gamalt fyrir markvörð. Síðasta tímabil var samt erfitt,“ sagði Karius.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira