Fagnar því að hafa lokið meðferð eftir að hafa glímt við átröskun í rúmlega fimm ár Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:38 Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, er útkskrifuð úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. Vísir/Adelina Antal Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, fagnaði mikilvægum áfanga í gær þegar hún útskrifaðist úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar, eftir rúmlega fimm ára baráttu við sjúkdóminn. Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022 Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira