„Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2022 10:47 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar segir nýgerða kjarasamninga fela í sér kaupmáttarrrýrnun. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. Skrifað var í gær undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Samningarnir fela í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir niðurstöðuna vera vonbrigði. „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér og mér þykir það auðvitað mjög leitt. Þarna er verið að semja um 6,75% launahækkun í verðbólgu sem er 9,3%. Verðbólguspá fyrir næsta ár upp á rúm 6%. Inni í þessari niðurstöðu, og það er mjög mikilvægt að öll séu meðvituð um þetta, er þegar umsaminn hagvaxtarauki. Umsaminn við undirritun Lífskjarasamningsins árið 2019. Hann er þarna tekinn og honum smurt ofan á þessar hækkanir til þess að láta þær líta betur út. Þarna er verið að glutra niður tækifæri til þess að sækja til atvinnurekenda það sem að launafólk á inni í þeim gríðarlega hagvexti og því mikla góðæri sem að ríkt hefur og ríkir í fyrirtækjarekstri á Íslandi. Þannig ég get ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að þarna hafi menn látið smala sér inn í rétt smíðaða af Samtökum atvinnulífsins og ég bara harma það.“ Kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk Sjálf geti hún ekki sætt sig við samninga líkt og þessa fyrir sína félagsmenn. „Þarna er bara verið að semja um kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Ef að á þessum samningstíma verður einhver kaupmáttaraukning, sem er bara alls óvíst á þessum tímapunkti, þá verður hún kannski að meðaltali 0,5%. Það er bara mikill hagvöxtur. Það er góðæri. Íslensk auðstétt hefur tekið til sín geigvænlegt fé. Íslensk valdastétt hefur aldrei haft það betra í efnahagslegum skilningi og nú hefur það tekist hjá Samtökum atvinnulífsins að láta launafólk taka við einhverju sem það hefði aldrei átt að sætta sig við að taka við.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann hafi ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamninga í gær vegna framgöngu þeirra. Sólveig segist ekki vilja tjá sig um það hvað henni þyki um að Ragnar hafi skrifað undir þessa samninga. „Ég held að Ragnar sé nú bara afskaplega góður í að útskýra af hverju hann gerði það.“ Hefðu getað náð árangri saman Sólveig telur mjög sérstakt að láta eins nýgerðir kjarasamningar séu framhald af Lífskjarasamningunum því slíkt sé ekki rétt. „Í Lífskjarasamningnum var samið um krónutöluhækkanir fyrir alla. Nú er verið að semja um prósentuhækkanir þar sem að þau sem hafa hæst laun fá mest en þau sem hafa lægst laun fá minnst.“ Henni finnist miður að verkalýðshreyfingin hafi ekki getað unnið saman að því að ná fram úrbótum á húsnæðismarkaðnum sem reynist nú mörgum erfiður. „Það sem að mér finnst mjög hryggilegt að ekki hafi gerst er að samtakamáttur hreyfingar vinnandi fólks hefði verið notaður til þess að ná raunverulegum árangri í að sækja það sem verður auðvitað að koma frá stjórnvöldum sem eru til dæmis raunverulegar úrbætur á húsnæðismarkaði.“ Þá sé erfitt að meta það nú hvort það stefni í átök í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Við vitum að við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum en við vitum líka að við getum náð árangri. Við höfum náð mjög miklum árangri þegar við höfum verið ein í baráttu fyrir okkar félagsfólki. Þannig við hræðumst það ekki.“ Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37 Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 12. desember 2022 11:26 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Skrifað var í gær undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Samningarnir fela í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir niðurstöðuna vera vonbrigði. „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér og mér þykir það auðvitað mjög leitt. Þarna er verið að semja um 6,75% launahækkun í verðbólgu sem er 9,3%. Verðbólguspá fyrir næsta ár upp á rúm 6%. Inni í þessari niðurstöðu, og það er mjög mikilvægt að öll séu meðvituð um þetta, er þegar umsaminn hagvaxtarauki. Umsaminn við undirritun Lífskjarasamningsins árið 2019. Hann er þarna tekinn og honum smurt ofan á þessar hækkanir til þess að láta þær líta betur út. Þarna er verið að glutra niður tækifæri til þess að sækja til atvinnurekenda það sem að launafólk á inni í þeim gríðarlega hagvexti og því mikla góðæri sem að ríkt hefur og ríkir í fyrirtækjarekstri á Íslandi. Þannig ég get ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að þarna hafi menn látið smala sér inn í rétt smíðaða af Samtökum atvinnulífsins og ég bara harma það.“ Kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk Sjálf geti hún ekki sætt sig við samninga líkt og þessa fyrir sína félagsmenn. „Þarna er bara verið að semja um kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Ef að á þessum samningstíma verður einhver kaupmáttaraukning, sem er bara alls óvíst á þessum tímapunkti, þá verður hún kannski að meðaltali 0,5%. Það er bara mikill hagvöxtur. Það er góðæri. Íslensk auðstétt hefur tekið til sín geigvænlegt fé. Íslensk valdastétt hefur aldrei haft það betra í efnahagslegum skilningi og nú hefur það tekist hjá Samtökum atvinnulífsins að láta launafólk taka við einhverju sem það hefði aldrei átt að sætta sig við að taka við.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann hafi ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamninga í gær vegna framgöngu þeirra. Sólveig segist ekki vilja tjá sig um það hvað henni þyki um að Ragnar hafi skrifað undir þessa samninga. „Ég held að Ragnar sé nú bara afskaplega góður í að útskýra af hverju hann gerði það.“ Hefðu getað náð árangri saman Sólveig telur mjög sérstakt að láta eins nýgerðir kjarasamningar séu framhald af Lífskjarasamningunum því slíkt sé ekki rétt. „Í Lífskjarasamningnum var samið um krónutöluhækkanir fyrir alla. Nú er verið að semja um prósentuhækkanir þar sem að þau sem hafa hæst laun fá mest en þau sem hafa lægst laun fá minnst.“ Henni finnist miður að verkalýðshreyfingin hafi ekki getað unnið saman að því að ná fram úrbótum á húsnæðismarkaðnum sem reynist nú mörgum erfiður. „Það sem að mér finnst mjög hryggilegt að ekki hafi gerst er að samtakamáttur hreyfingar vinnandi fólks hefði verið notaður til þess að ná raunverulegum árangri í að sækja það sem verður auðvitað að koma frá stjórnvöldum sem eru til dæmis raunverulegar úrbætur á húsnæðismarkaði.“ Þá sé erfitt að meta það nú hvort það stefni í átök í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Við vitum að við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum en við vitum líka að við getum náð árangri. Við höfum náð mjög miklum árangri þegar við höfum verið ein í baráttu fyrir okkar félagsfólki. Þannig við hræðumst það ekki.“
Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37 Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 12. desember 2022 11:26 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08
Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01
Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 12. desember 2022 11:26