Real Madrid að krækja í næstu vonarstjörnu Brasilíu eftir tvö ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2022 07:00 Hinn 16 ára gamli Endrick hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim. Ricardo Moreira/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid er við það að tryggja sér þjónustu 16 ára gamla undrabarnsins Endrick frá Palmeiras í Brasilíu. Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano segir að Madrídingar greiði 60 milljónir evra fyrir framherjann, auk 12 milljóna í skatta. Félagið mun því greiða samtals 72 milljónir evra, eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna. Endrick to Real Madrid, here we go! Full verbal agreement in place as reported 2 days ago, it’s now closed 🚨⚪️🇧🇷 #RealMadridReal Madrid will pay €60m to Palmeiras plus €12m taxes.Brazilian gem [2006] will join in July 2024.Real plan to sign all documents within December. pic.twitter.com/8QYv9r3LvP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Endrick er þó ekki á leið til Real Madrid í félagsskiptaglugganum sem opnar nú í janúar í Evrópu. Þá er hann heldur ekki á leið til félagsins í félagsskiptaglugganum næsta sumar, heldur mun leikmaðurinn ganga til liðs við Madrídinga í júlí 2024 þegar hann verður orðinn 18 ára gamall. Þá tekur Romano einnig fram að enn sé ekki búið að skrifa undir neinn samning, en að Endrick og Real Madrid hafi komist að munnlegu samkomulagi. Ef marka má orð Romano mun Endrick skrifa undir sex ára samning sem mun gilda til ársins 2030. Important to add: nothing signed yet for Endrick deal and it should take some days, but there’s full verbal agreement between all parties, clubs and player. It’s done — will be sealed soon. 🇧🇷🤝🏻 #RealMadrid❗️ No way to see Endrick available for Real Madrid before July 1, 2024. pic.twitter.com/f8sablC0ct— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Ekki þarf að skrifa neina langloku um knattspyrnuferil Endricks, enda er leikmaðurinn aðeins 16 ára gamall og ferillinn því ekki langur. Hann er alinn upp hjá Palmeiras í Brasilíu þar sem hann lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki í október fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur hann leikið alls sjö leiki fyrir liðið og skorað í þeim þrjú mörk. Þá hefur hann einnig leikið fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Brasilíu og skorað í þeim fimm mörk, ásamt því að hafa verið kallaður inn í U20 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano segir að Madrídingar greiði 60 milljónir evra fyrir framherjann, auk 12 milljóna í skatta. Félagið mun því greiða samtals 72 milljónir evra, eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna. Endrick to Real Madrid, here we go! Full verbal agreement in place as reported 2 days ago, it’s now closed 🚨⚪️🇧🇷 #RealMadridReal Madrid will pay €60m to Palmeiras plus €12m taxes.Brazilian gem [2006] will join in July 2024.Real plan to sign all documents within December. pic.twitter.com/8QYv9r3LvP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Endrick er þó ekki á leið til Real Madrid í félagsskiptaglugganum sem opnar nú í janúar í Evrópu. Þá er hann heldur ekki á leið til félagsins í félagsskiptaglugganum næsta sumar, heldur mun leikmaðurinn ganga til liðs við Madrídinga í júlí 2024 þegar hann verður orðinn 18 ára gamall. Þá tekur Romano einnig fram að enn sé ekki búið að skrifa undir neinn samning, en að Endrick og Real Madrid hafi komist að munnlegu samkomulagi. Ef marka má orð Romano mun Endrick skrifa undir sex ára samning sem mun gilda til ársins 2030. Important to add: nothing signed yet for Endrick deal and it should take some days, but there’s full verbal agreement between all parties, clubs and player. It’s done — will be sealed soon. 🇧🇷🤝🏻 #RealMadrid❗️ No way to see Endrick available for Real Madrid before July 1, 2024. pic.twitter.com/f8sablC0ct— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Ekki þarf að skrifa neina langloku um knattspyrnuferil Endricks, enda er leikmaðurinn aðeins 16 ára gamall og ferillinn því ekki langur. Hann er alinn upp hjá Palmeiras í Brasilíu þar sem hann lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki í október fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur hann leikið alls sjö leiki fyrir liðið og skorað í þeim þrjú mörk. Þá hefur hann einnig leikið fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Brasilíu og skorað í þeim fimm mörk, ásamt því að hafa verið kallaður inn í U20 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur.
Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira