Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 20:13 Niðurstöður Róberts eru afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS. Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. Í tilkynningu á vef Gildis-lífeyrssjóðs kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi farið fram á það við Róbert að hann legði mat á forsendur minnisblaðs Landslaga – lögfræðistofu fyrir fjármála- og efnahagsráðherra annars vegar og álitsgerðar LOGOS lögmannsþjónustu fyrir íslenska lífeyrissjóði hins vegar. Þá var farið fram á að Róbert lýsti afstöðu til þeirra forsendna sem liggja helstu niðurstöðum til grundvallar, einkum að því er varðar eignarréttarvernd kröfuréttinda samkvæmt skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði, nú ÍL-sjóður, í ljósi ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Tilefnið er yfirlýstar áætlanir ráðherrans um möguleg slit og gjaldþrotaskipti sjóðsins með lögum. Fram kemur í tilkynningunni að niðurstöður Róberts séu afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS. „Róbert telur slíkar aðgerðir af hálfu löggjafans andstæðar stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er það jafnframt niðurstaða hans að slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs á þeim grundvelli sem fram kemur í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis frá því í október feli í sér eignarnám sem verði ekki framkvæmt án fullra bóta til lífeyrissjóðanna sem meðal annars taki mið af samningsskuldbindingum ÍL-sjóðs um greiðslu vaxta til framtíðar.“ Kröfur lífeyrissjóðanna eign í lagalegum skilningi Helstu niðurstöður Róberts eru þessar: Kröfur samkvæmt þremur skuldabréfaflokkum, útgefnum af Íbúðalánasjóði við skiptiútboð á árinu 2004, teljast að fullu „ eign “ („possession“) í merkingu 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr., 1. viðauka við MSE, þ.m.t. höfuðstóll þeirra, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir (3,75%) fram að gjalddögum á árunum 2024, 2034 og 2044. Löggjöf, eins og sú sem rædd er í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um ÍL-sjóð, sem myndi heimila gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs, eða önnur sambærileg slit eða fjárhagslegt uppgjör á sjóðnum, felur í sér eignarnám á þeim hluta kröfum skuldabréfaeigenda sem ekki fengju fullar efndir á grundvelli skilmála skuldabréfanna. Slík löggjöf þyrfti því að fullnægja kröfum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við MSE. Ekkert í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um stöðu ÍL-sjóðs bendir nægilega til þess að löggjafinn hafi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, eða 1. gr. 1. viðauka við MSE, heimild til að setja lög um slit og gjaldþrotameðferð ÍL-sjóðs, sem fælu í sér að kröfur samkvæmt skuldabréfunum féllu í gjalddaga og að höfuðstóll þeirra með verðbótum og áföllnum vöxtum, án tillits til samningsbundinna vaxta eftir það tímamark, yrði gerður upp með eignum þrotabúsins og síðan greiðslu íslenska ríkisins á grundvelli ríkisábyrgðar, án þess að slík löggjöf leiddi til bótaskyldu íslenska ríkisins á hendur skuldabréfaeigendum. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í tilkynningu á vef Gildis-lífeyrssjóðs kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi farið fram á það við Róbert að hann legði mat á forsendur minnisblaðs Landslaga – lögfræðistofu fyrir fjármála- og efnahagsráðherra annars vegar og álitsgerðar LOGOS lögmannsþjónustu fyrir íslenska lífeyrissjóði hins vegar. Þá var farið fram á að Róbert lýsti afstöðu til þeirra forsendna sem liggja helstu niðurstöðum til grundvallar, einkum að því er varðar eignarréttarvernd kröfuréttinda samkvæmt skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði, nú ÍL-sjóður, í ljósi ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Tilefnið er yfirlýstar áætlanir ráðherrans um möguleg slit og gjaldþrotaskipti sjóðsins með lögum. Fram kemur í tilkynningunni að niðurstöður Róberts séu afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS. „Róbert telur slíkar aðgerðir af hálfu löggjafans andstæðar stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er það jafnframt niðurstaða hans að slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs á þeim grundvelli sem fram kemur í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis frá því í október feli í sér eignarnám sem verði ekki framkvæmt án fullra bóta til lífeyrissjóðanna sem meðal annars taki mið af samningsskuldbindingum ÍL-sjóðs um greiðslu vaxta til framtíðar.“ Kröfur lífeyrissjóðanna eign í lagalegum skilningi Helstu niðurstöður Róberts eru þessar: Kröfur samkvæmt þremur skuldabréfaflokkum, útgefnum af Íbúðalánasjóði við skiptiútboð á árinu 2004, teljast að fullu „ eign “ („possession“) í merkingu 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr., 1. viðauka við MSE, þ.m.t. höfuðstóll þeirra, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir (3,75%) fram að gjalddögum á árunum 2024, 2034 og 2044. Löggjöf, eins og sú sem rædd er í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um ÍL-sjóð, sem myndi heimila gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs, eða önnur sambærileg slit eða fjárhagslegt uppgjör á sjóðnum, felur í sér eignarnám á þeim hluta kröfum skuldabréfaeigenda sem ekki fengju fullar efndir á grundvelli skilmála skuldabréfanna. Slík löggjöf þyrfti því að fullnægja kröfum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við MSE. Ekkert í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um stöðu ÍL-sjóðs bendir nægilega til þess að löggjafinn hafi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, eða 1. gr. 1. viðauka við MSE, heimild til að setja lög um slit og gjaldþrotameðferð ÍL-sjóðs, sem fælu í sér að kröfur samkvæmt skuldabréfunum féllu í gjalddaga og að höfuðstóll þeirra með verðbótum og áföllnum vöxtum, án tillits til samningsbundinna vaxta eftir það tímamark, yrði gerður upp með eignum þrotabúsins og síðan greiðslu íslenska ríkisins á grundvelli ríkisábyrgðar, án þess að slík löggjöf leiddi til bótaskyldu íslenska ríkisins á hendur skuldabréfaeigendum.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira