Færði Argentínu mark á silfurfati og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 10:00 Rodrigo De Paul er hér í þann mund að vinna boltann af Matthew Ryan áður en Julian Alvarez potaði boltanum í netið og skoraði annað mark Argentínu. Vísir/Getty Matthew Ryan og félagar í ástralska landsliðinu féllu úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir tap gegn Argentínu. Ryan gerði mistök í öðru marki Argentínu og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga sínum í FC Kaupmannahöfn eftir leik. Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum. HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira