„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 11:01 Brynjar Þór var ekki ánægður með tæknivilluna sem Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, fékk gegn Haukum. Vísir Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Matthías Orra Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson í setti hjá sér og farið var yfir síðustu umferð í Subway-deild karla í körfuknattleik. Meðal þess sem strákarnir ræddu voru tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leiknum gegn Haukum. Pétur Rúnar var rekinn út úr húsi og Brynjar Þór var allt annað en ánægður með dómarana. „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum, Þetta er það sem þeir vilja. Það er ekkert gaman að spila íþróttir og körfubolta ef það má ekki aðeins blása,“ sagði Brynjar Þór þegar Kjartan Atli spurði hann að því hvað honum þætti um þá reglu að refsa ætti leikmönnum sem mótmæltu dómi á leikrænan hátt. „Þú ert í jöfnum leik, það eru fimm mínútur eftir og það er klár villa. Dómarinn refsar tvisvar, dæmir ekki villuna, þeir fá hraðaupphlaup og körfu. Þeir dæma síðan tæknivillu og aðra tæknivillu. Af hverju er Pétur Rúnar að mótmæla? Þetta er prúðasti leikmaður landsins síðustu tíu ár. Af hverju er hann reiður?“ spurði Brynjar Þór. „Af hverju ert þú reiður?“ spurði Matthías Orri þá Brynjar til baka, en Brynjar var greinilega alls ekki ánægður með þessa línu dómaranna. Klippa: Brynjar Þór um tæknivillur Brynjar vill að dómarar lesi betur í aðstæður. „Þú verður að lesa í aðstæður og stjórna leiknum. Er þetta á fyrstu mínútu eða eru fimm mínútur eftir? Er þetta prúðasti leikmaður deildarinnar? Ef þetta er ég sem er alltaf tuðandi, refsaðu mér. Pétur er ekki þessi gæi sem er mikið að tuða í dómurum.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Brynjars Þórs og Matthíasar Orra má sjá í spilaranum hér að ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Matthías Orra Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson í setti hjá sér og farið var yfir síðustu umferð í Subway-deild karla í körfuknattleik. Meðal þess sem strákarnir ræddu voru tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leiknum gegn Haukum. Pétur Rúnar var rekinn út úr húsi og Brynjar Þór var allt annað en ánægður með dómarana. „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum, Þetta er það sem þeir vilja. Það er ekkert gaman að spila íþróttir og körfubolta ef það má ekki aðeins blása,“ sagði Brynjar Þór þegar Kjartan Atli spurði hann að því hvað honum þætti um þá reglu að refsa ætti leikmönnum sem mótmæltu dómi á leikrænan hátt. „Þú ert í jöfnum leik, það eru fimm mínútur eftir og það er klár villa. Dómarinn refsar tvisvar, dæmir ekki villuna, þeir fá hraðaupphlaup og körfu. Þeir dæma síðan tæknivillu og aðra tæknivillu. Af hverju er Pétur Rúnar að mótmæla? Þetta er prúðasti leikmaður landsins síðustu tíu ár. Af hverju er hann reiður?“ spurði Brynjar Þór. „Af hverju ert þú reiður?“ spurði Matthías Orri þá Brynjar til baka, en Brynjar var greinilega alls ekki ánægður með þessa línu dómaranna. Klippa: Brynjar Þór um tæknivillur Brynjar vill að dómarar lesi betur í aðstæður. „Þú verður að lesa í aðstæður og stjórna leiknum. Er þetta á fyrstu mínútu eða eru fimm mínútur eftir? Er þetta prúðasti leikmaður deildarinnar? Ef þetta er ég sem er alltaf tuðandi, refsaðu mér. Pétur er ekki þessi gæi sem er mikið að tuða í dómurum.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Brynjars Þórs og Matthíasar Orra má sjá í spilaranum hér að ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira