Hraunað yfir danska liðið í fjölmiðlum eftir klúðrið í Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 19:00 Christian Eriksen og félagar fá útreið í dönskum fjölmiðlum eftir tapið gegn Ástralíu. Vísir/Getty Danskir fjölmiðlar slá ekkert af í gagnrýni sinni á danska knattspyrnulandsliðið en liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap gegn Ástralíu í dag. Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“ HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira