Hraunað yfir danska liðið í fjölmiðlum eftir klúðrið í Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 19:00 Christian Eriksen og félagar fá útreið í dönskum fjölmiðlum eftir tapið gegn Ástralíu. Vísir/Getty Danskir fjölmiðlar slá ekkert af í gagnrýni sinni á danska knattspyrnulandsliðið en liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap gegn Ástralíu í dag. Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“ HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira