Snorri Helga, Systur og Fóstbræður á Degi íslenskrar tónlistar Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 12:00 Systur, Auður Jónsdóttir, Snorri Helgason og Karlakórinn Fóstbræður koma fram. vísir Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag. Íslensk tónlist sem og tónlistarfólk í forgrunni og íslenskir tónar fá þá vonandi að heyrast sem víðast. Í tilefni dagsins verður athöfn í Hörpu þar sem veittar verða viðurkenningar, einstaklingum og hópum, fyrir góð störf í þágu íslensks tónlistarlífs og að auki kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og flytur lög dagsins. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og stendur til 13:45 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fóstbræður, Snorri Helga og Systur stíga á stokk Karlakórinn Fóstbræður sem hefur undanfarna daga heillað tónlistarunnendur í Salzburg mun heimsækja samkomuna og flytja Hver á sér fegra föðurland sem hæfir auðvitað þessum degi sem jafnframt er fullveldisdagurinn. Ljóðið er eftir ljóðskáldið Huldu og lagið eftir Emil Thoroddsen. Því næst mun söngvaskáldið Snorri Helgason stíga á stokk og leika sína útgáfu af lagi úr hinu rómaða ævintýri um Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Saknaðarljóð Gínu mömmu er eftir Heiðdísi Norðfjörð og flestir þekkja í flutningi Ragnhildar Gísladóttur en nú mun Snorri spreyta sig á kvæðinu. Loks verður önnur ábreiða flutt þegar eitt vinsælasta lag síðasta árs Ef ástin er hrein eftir Jón Jónsson og Einar Lövdahl, sem þau Jón og GDRN fluttu eftirminnilega, fær nýjan búning frá Júróvisjón-stjörnum ársins, þeim Siggu, Elínu og Betu - Systrum. Auður Jónsdóttir flytur tölu Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun halda stutta tölu við athöfnina og flytja íslensku tónlistarfólki eins konar aðdáendabréf. Viðurkenningarnar sem veittar verða munu rata til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð og stuðningi við íslenska tónlist síðustu misseri. Þar á meðal eru það heiðursverðlaunin Lítill fugl sem Arnar Eggert Thoroddsen hlaut í fyrra en meðal handhafa síðustu ára eru Gerður G. Bjarklind, Jón Ólafsson, Árni Matthíasson og Þorgeir Ástvaldsson. Einnig verða veitt hvatningar-, útflutnings og nýsköpunarverðlaun auk Gluggans sem fellur þeim í skaut sem sýnt hefur íslenskri tónlist atfylgi með áberandi hætti. Lögin þrjú sem talin voru hér að ofan og flutt verða við athöfnina tóku tónmenntakennarar landsins þátt í að velja og hafa æft með nemendum sínum um allt land síðustu vikur. Fjöldi barna mun því syngja með. Deginum verður annars fagnað á margvíslegan máta, útvarpsstöðvar setja íslenska tónlist í forgrunn og spila hana jafnvel einvörðungu. Landsmenn sem notast mögulega við aðrar veitur en útvarp eru hvattir til þess að setja íslenska tóna á fóninn. Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Íslensk tunga Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Sjá meira
Í tilefni dagsins verður athöfn í Hörpu þar sem veittar verða viðurkenningar, einstaklingum og hópum, fyrir góð störf í þágu íslensks tónlistarlífs og að auki kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og flytur lög dagsins. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og stendur til 13:45 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fóstbræður, Snorri Helga og Systur stíga á stokk Karlakórinn Fóstbræður sem hefur undanfarna daga heillað tónlistarunnendur í Salzburg mun heimsækja samkomuna og flytja Hver á sér fegra föðurland sem hæfir auðvitað þessum degi sem jafnframt er fullveldisdagurinn. Ljóðið er eftir ljóðskáldið Huldu og lagið eftir Emil Thoroddsen. Því næst mun söngvaskáldið Snorri Helgason stíga á stokk og leika sína útgáfu af lagi úr hinu rómaða ævintýri um Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Saknaðarljóð Gínu mömmu er eftir Heiðdísi Norðfjörð og flestir þekkja í flutningi Ragnhildar Gísladóttur en nú mun Snorri spreyta sig á kvæðinu. Loks verður önnur ábreiða flutt þegar eitt vinsælasta lag síðasta árs Ef ástin er hrein eftir Jón Jónsson og Einar Lövdahl, sem þau Jón og GDRN fluttu eftirminnilega, fær nýjan búning frá Júróvisjón-stjörnum ársins, þeim Siggu, Elínu og Betu - Systrum. Auður Jónsdóttir flytur tölu Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun halda stutta tölu við athöfnina og flytja íslensku tónlistarfólki eins konar aðdáendabréf. Viðurkenningarnar sem veittar verða munu rata til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð og stuðningi við íslenska tónlist síðustu misseri. Þar á meðal eru það heiðursverðlaunin Lítill fugl sem Arnar Eggert Thoroddsen hlaut í fyrra en meðal handhafa síðustu ára eru Gerður G. Bjarklind, Jón Ólafsson, Árni Matthíasson og Þorgeir Ástvaldsson. Einnig verða veitt hvatningar-, útflutnings og nýsköpunarverðlaun auk Gluggans sem fellur þeim í skaut sem sýnt hefur íslenskri tónlist atfylgi með áberandi hætti. Lögin þrjú sem talin voru hér að ofan og flutt verða við athöfnina tóku tónmenntakennarar landsins þátt í að velja og hafa æft með nemendum sínum um allt land síðustu vikur. Fjöldi barna mun því syngja með. Deginum verður annars fagnað á margvíslegan máta, útvarpsstöðvar setja íslenska tónlist í forgrunn og spila hana jafnvel einvörðungu. Landsmenn sem notast mögulega við aðrar veitur en útvarp eru hvattir til þess að setja íslenska tóna á fóninn.
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Íslensk tunga Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Sjá meira