Fundum lokið hjá ríkissáttasemjara Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 23:00 Forysta Starfsgreinasambandsins, VR og Landsambands verslunarmanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Samningafundum Samtaka atvinnulífsins (SA) með fulltrúum VR, Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna lauk á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samninganefndir þeirra hafa fundað frá klukkan tíu í morgun en upphaflega stóð til að ljúka fundi klukkan 18. Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vilja tjá sig um stöðu viðræðna að svo stöddu. Boðað hefur verið til nýs fundar SGS og SA í Karphúsinu klukkan 13 á morgun. Fulltrúar Samflots iðn- og tæknifólks funduðu sömuleiðis með SA fram á kvöld og hyggjast hittast aftur klukkan 10. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta almennt verið góður vinnudagur í viðræðum og menn færst nær samningum en áður ef eitthvað er. Áfram er stefnt að því að ná samningum um eða rétt upp úr komandi mánaðamótum og þá er vilji til að funda fram á kvöld á morgun ef til þess þarf. Samningar við VR og SGS yrðu leiðandi fyrir aðra Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín að ef samningar næðust við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti þeir að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Efling hefur sett fram kröfu um skammtímakjarasamning með 56.700 króna krónutöluhækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Næsti samningafundur félagsins með SA er ekki fyrirhugaður fyrr en á þriðjudag og gæti farið svo að samningar náist við önnur félög en Eflingu innan SGS og jafnvel iðnaðarmenn fyrir helgi. Fari svo gæti orðið erfiðara fyrir samninganefnd Eflingar að ná fram markmiðum sínum. Ekki er vitað hvort samninganefnd VR færðist eitthvað nær félögum sínum í SGS í dag en VR er langfjölmennasta verkalýðsfélag landsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33 Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vilja tjá sig um stöðu viðræðna að svo stöddu. Boðað hefur verið til nýs fundar SGS og SA í Karphúsinu klukkan 13 á morgun. Fulltrúar Samflots iðn- og tæknifólks funduðu sömuleiðis með SA fram á kvöld og hyggjast hittast aftur klukkan 10. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta almennt verið góður vinnudagur í viðræðum og menn færst nær samningum en áður ef eitthvað er. Áfram er stefnt að því að ná samningum um eða rétt upp úr komandi mánaðamótum og þá er vilji til að funda fram á kvöld á morgun ef til þess þarf. Samningar við VR og SGS yrðu leiðandi fyrir aðra Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín að ef samningar næðust við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti þeir að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Efling hefur sett fram kröfu um skammtímakjarasamning með 56.700 króna krónutöluhækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Næsti samningafundur félagsins með SA er ekki fyrirhugaður fyrr en á þriðjudag og gæti farið svo að samningar náist við önnur félög en Eflingu innan SGS og jafnvel iðnaðarmenn fyrir helgi. Fari svo gæti orðið erfiðara fyrir samninganefnd Eflingar að ná fram markmiðum sínum. Ekki er vitað hvort samninganefnd VR færðist eitthvað nær félögum sínum í SGS í dag en VR er langfjölmennasta verkalýðsfélag landsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33 Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01
Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33
Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17