Þórdís Kolbrún átti fund með Selenskí í Kænugarði: „Dagurinn hefur verið stór og mikill“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:37 Þórdís Kolbrún ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu frá Kænugarði í kvöld. Skjáskot Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir það skipta hana miklu máli að sjá aðstæður í Kænugarði með eigin augum. Í dag átti hún og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fundi með Selenskí Úkraínuforseta ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra. Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra.
Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?