„Gaslýsing“ orð ársins Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 10:47 Gaslampar við Gasljósstorg í St. Louis árið 1962. Marga fýsti að vita hvað það er að gaslýsa einhvern á árinu. AP/JMH Bandaríska bókaútgáfan Merriam-Webster hefur útnefnt „gaslýsingu“ sem enska orð ársins 2022. Leit að orðinu jókst um 1.740% á milli ára en það er notað til þess að lýsa blekkingum og lygum sem fá þann sem fyrir þeim verður til þess að efast um eigin upplifun af raunveruleikanum. „Gaslýsing“ (e. gaslighting) sker sig úr frá fyrri orðum ársins að því leyti að uppfletningar á því voru ekki bundnar við einstakan viðburð heldur var því flett upp jafnt og þétt allt árið. „Þetta er orð sem hefur risið svo hratt í enskri tungu, og sérstaklega síðustu fjögur árin, að það kom mér og mörgum öðrum raunverulega á óvart. Þetta var orð sem var flett upp oft á hverjum einasta degi ársins,“ segir Peter Sokolowski, ritstjóri Merriam-Webster sem heldur úti rafrænni orðabók, í viðtali við AP-fréttastofuna. Merriam-Webster skilgreinir gaslýsingu sem sálfræðilegri stjórnun á manneskju, venjulega yfir langan tíma, sem veldur því að „fórnarlambið fer að efast um réttmæti eigin hugsana, skynjun sína á raunveruleiknanum eða minningum og leiðir vanalega til ruglings og missis á sjálfstrausti og sjálfsímynd, óöryggis um eigin tilfinningar eða geðrænan stöðugleika og til þess að verða háður gerandanum.“ Makar í ofbeldissamböndum, nánir ættingjar, stjórnmálamenn og fulltrúar stórfyrirtækja eru á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um að gaslýsa fólk á árinu. Dimmdi gasljósin Uppruna hugtaksins má rekja til leikritsins „Gasljóss“ eftir Patrick Hamilton frá árinu 1938. Tvær kvikmyndir voru gerðar eftir leikritinu á fimmta áratug síðustu aldar, þar á meðal ein með Ingrid Bergman. Verkið fjallar um hvernig eiginmaður beitir konu sína andlegu ofbeldi, meðal annars með því að dimma gasljós á heimili þeirra og telja henni trú um að hún það sé ímyndun hennar. Leit að orðin jókst nokkuð eftir dauða Angelu Lansbury í október en hún fór með aukahlutverk í annarri kvikmyndinni. Orð ársins hjá Merriam-Webster er ekki valið af geðþótta heldur á grundvelli gagna úr orðabók fyrirtækisins á netinu. Hástökkvarar á listanum verða fyrir valinu eftir að algengustu leitarorðin hafa verið sigtuð frá. Á meðal annarra vinsælustu orðanna í ár voru „ólígarki“ eftir innrás Rússa í Úkraínu, „omíkron“ vegna afbrigðis kórónuveirunnar og „eiginkona konungs“ sem er titill Camillu Parker-Bowles, konu Karls Bretakonungs. Bandaríkin Tengdar fréttir Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Gaslýsing“ (e. gaslighting) sker sig úr frá fyrri orðum ársins að því leyti að uppfletningar á því voru ekki bundnar við einstakan viðburð heldur var því flett upp jafnt og þétt allt árið. „Þetta er orð sem hefur risið svo hratt í enskri tungu, og sérstaklega síðustu fjögur árin, að það kom mér og mörgum öðrum raunverulega á óvart. Þetta var orð sem var flett upp oft á hverjum einasta degi ársins,“ segir Peter Sokolowski, ritstjóri Merriam-Webster sem heldur úti rafrænni orðabók, í viðtali við AP-fréttastofuna. Merriam-Webster skilgreinir gaslýsingu sem sálfræðilegri stjórnun á manneskju, venjulega yfir langan tíma, sem veldur því að „fórnarlambið fer að efast um réttmæti eigin hugsana, skynjun sína á raunveruleiknanum eða minningum og leiðir vanalega til ruglings og missis á sjálfstrausti og sjálfsímynd, óöryggis um eigin tilfinningar eða geðrænan stöðugleika og til þess að verða háður gerandanum.“ Makar í ofbeldissamböndum, nánir ættingjar, stjórnmálamenn og fulltrúar stórfyrirtækja eru á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um að gaslýsa fólk á árinu. Dimmdi gasljósin Uppruna hugtaksins má rekja til leikritsins „Gasljóss“ eftir Patrick Hamilton frá árinu 1938. Tvær kvikmyndir voru gerðar eftir leikritinu á fimmta áratug síðustu aldar, þar á meðal ein með Ingrid Bergman. Verkið fjallar um hvernig eiginmaður beitir konu sína andlegu ofbeldi, meðal annars með því að dimma gasljós á heimili þeirra og telja henni trú um að hún það sé ímyndun hennar. Leit að orðin jókst nokkuð eftir dauða Angelu Lansbury í október en hún fór með aukahlutverk í annarri kvikmyndinni. Orð ársins hjá Merriam-Webster er ekki valið af geðþótta heldur á grundvelli gagna úr orðabók fyrirtækisins á netinu. Hástökkvarar á listanum verða fyrir valinu eftir að algengustu leitarorðin hafa verið sigtuð frá. Á meðal annarra vinsælustu orðanna í ár voru „ólígarki“ eftir innrás Rússa í Úkraínu, „omíkron“ vegna afbrigðis kórónuveirunnar og „eiginkona konungs“ sem er titill Camillu Parker-Bowles, konu Karls Bretakonungs.
Bandaríkin Tengdar fréttir Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“