Rottur og kakkalakkar herja á stórborgir Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. nóvember 2022 16:47 Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt. Getty Images Rottur og kakkalakkar herja nú á margar borgir Spánar. Gríðarlega aukningu þessara skaðræðisskepna má fyrst og fremst rekja til ómuna veðurblíðu í haust, en einnig til Covid farsóttarinnar. Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt. Spánn Skordýr Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt.
Spánn Skordýr Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira