Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 12:01 Frá Peking, þar sem íbúar eru sagðir vera að sanka að sér nauðsynjum af ótta við væntanlegar sóttvarnaraðgerðir. AP/Ng Han Guan Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 35.183 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Það var þriðji dagurinn í röð þar sem metfjöldi greindist smitaður. Íbúar í Peking eru sagðir sanka að sér nauðsynjum af ótta við sóttvarnaraðgerðir. Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira