Matthías vildi finna gleðina aftur í fótboltanum: Sóknarbolti Víkings heillaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 08:01 Matthías Vilhjálmsson sést hér kominn í Víkingsbúninginn. Víkingur Ein af stærstu félagsskiptunum eftir tímabilið var þegar Víkingar kræktu í reynsluboltann og fyrirliða FH-liðsins, Matthías Vilhjálmsson. Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira