Hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Veðmál í gangi hjá KA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 13:31 Hilmar Bjarki Gíslason, Dagur Árni Heimisson og Skarphéðinn Ívar Einarsson eru ungir strákar sem fá að spila hjá KA. S2 Sport Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson fóru saman yfir umferð helgarinnar í Olís deild karla í handbolta í nýjasta hlaðvarpþætti Seinni bylgjunnar. Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira