Bandaríkjaþing nærri því að lögfesta hjónabönd samkynhneigðra Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 23:51 Fáni hinsegin fólks við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hjónabönd samkynhneigðra voru mikið hitamál vestanhafs þar til Hæstiréttur ákvað að rétturinn til þess væri bundinn í stjórnarskrá árið 2015. Síðan þá hefur stuðningur við þann rétt vaxið á meðal Bandaríkjamanna, einnig hjá repúblikönum sem voru alfarið á móti. Vísir/Getty Frumvarp sem festi rétt samkynhneigðra og para af ólíkum kynþáttum til hjónabands í lög virðist nú eiga greiða leið á Bandaríkjaþingi eftir að hópur repúblikana greiddi atkvæði með því í öldungadeildinni í kvöld. Demókratar stefna á að samþykkja lögin áður en þeir missa meirihluta sinn á þingi. Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni í kvöld snerist um hvort að umræðu um frumvarpið skyldi haldið áfram. Þingsköp kveða á um að sextíu atkvæði af hundrað þurfi til þess að halda umræðu áfram ef einhver þingmaður hyggst beita málþófi til þess að stöðva framgang þess. Tólf þingmenn Repúblikanaflokksins, þar á meðal Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi hans, greiddu atkvæði með því að halda umræðunni áfram í kvöld. AP-fréttastofan segir að lokaatkvæðagreiðslan um frumvarpið gæti því farið fram strax í þessari viku eða síðar í þessum mánuði. Niðurstaðan í kvöld þýðir að einfaldur meirihluti þingmanna nægir til þess að samþykkja frumvarpið. Demókratar, sem ráða öldungadeildinni, vilja afgreiða málið hratt á meðan flokkurinn er enn með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Repúblikanar eru við það að tryggja sér nauman meirihluta þar eftir þingkosningar sem fóru fram í síðustu viku. Nýtt þing kemur saman á nýju ári. „Ástin er ástin og Bandaríkjamenn ættu að eiga rétt á að giftast þeirri manneskju sem þeir elska,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir. Love is love and Americans should have the right to marry the person they love. Today s bipartisan Senate vote gets us closer to protecting that right.The Respect for Marriage Act protects all couples under law I urge Congress to send the bill to my desk so I can make it law.— President Biden (@POTUS) November 16, 2022 Aukinn stuðningur eftir viðsnúning Hæstaréttar um þungunarrof Samkynja pör hafa átt rétt á að ganga í hjónaband frá því að tímamótadómur féll í Hæstarétti Bandaríkjanna árið 2015. Nú eru íhaldsmenn í afgerandi meirihluta í Hæstarétti en þeir hafa þegar afnumið rétt kvenna til þungunarrofs og þar með snúið við meira en hálfrar aldar dómafordæmi. Stuðningur við að lögfesta rétt samkynja para til hjónabands hefur aukist verulega eftir viðsnúning Hæstaréttar í þungunarrofsmálinu, ekki síst vegna þess að einn íhaldssömu dómaranna skrifaði í áliti sínu að til greina kæmi að endurskoða réttindi samkynhneigðra næst. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði frumvarpið gera Bandaríkin réttlátari fyrir alla. Dóttir hans er samkynhneigð.AP/J. Scott Applewhite Frumvarpið sem nú stefnir í að verði samþykkt afnæmi lög um hjónabönd sem voru samþykkt í forsetatíð Bills Clinton. Það gerði ríkjum að viðurkenna öll hjónabönd sem voru lögleg þegar þau voru framkvæmd. Það kveður einnig á um að ríki verði að viðurkenna hjónabönd fólks af ólíkum kynþætti. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að Hæstiréttur gæti einnig snúið við dómafordæmi um slík hjónabönd. Romney, öldungadeildarþingmaður Utah, sagði í yfirlýsingu í kvöld þar sem hann boðaði að hann greiddi atkvæði með því að halda umræðunni áfram að hann hefði gert það eftir að breytingatillaga var gerð um vissa trúfrelsisfyrirvara. Þótt hann sjálfur tryði á „hefðbundin hjónabönd“ væru réttindi hinsegin fólks landslög eftir hæstaréttardóminn árið 2015. „Þetta frumvarp skapar vissu fyrir marga LGBTQ-Bandaríkjamenn og sendir þau skilaboð að Bandaríkjaþing, og ég, kunni að meta og elski alla landa okkar jafnt,“ sagði Romney. My statement on the Respect for Marriage Act: pic.twitter.com/jaVL1k0wE5— Senator Mitt Romney (@SenatorRomney) November 16, 2022 Mormónakirkjan, sem er áhrifamikil í Utah, gerði líf Romney léttara þegar hún lýsti nokkuð óvænt yfir stuðningi við frumvarpið í vikunni. Bandaríkin Hinsegin Tengdar fréttir Óttast að hjónabönd samkynhneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu. 25. júní 2022 14:39 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni í kvöld snerist um hvort að umræðu um frumvarpið skyldi haldið áfram. Þingsköp kveða á um að sextíu atkvæði af hundrað þurfi til þess að halda umræðu áfram ef einhver þingmaður hyggst beita málþófi til þess að stöðva framgang þess. Tólf þingmenn Repúblikanaflokksins, þar á meðal Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi hans, greiddu atkvæði með því að halda umræðunni áfram í kvöld. AP-fréttastofan segir að lokaatkvæðagreiðslan um frumvarpið gæti því farið fram strax í þessari viku eða síðar í þessum mánuði. Niðurstaðan í kvöld þýðir að einfaldur meirihluti þingmanna nægir til þess að samþykkja frumvarpið. Demókratar, sem ráða öldungadeildinni, vilja afgreiða málið hratt á meðan flokkurinn er enn með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Repúblikanar eru við það að tryggja sér nauman meirihluta þar eftir þingkosningar sem fóru fram í síðustu viku. Nýtt þing kemur saman á nýju ári. „Ástin er ástin og Bandaríkjamenn ættu að eiga rétt á að giftast þeirri manneskju sem þeir elska,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir. Love is love and Americans should have the right to marry the person they love. Today s bipartisan Senate vote gets us closer to protecting that right.The Respect for Marriage Act protects all couples under law I urge Congress to send the bill to my desk so I can make it law.— President Biden (@POTUS) November 16, 2022 Aukinn stuðningur eftir viðsnúning Hæstaréttar um þungunarrof Samkynja pör hafa átt rétt á að ganga í hjónaband frá því að tímamótadómur féll í Hæstarétti Bandaríkjanna árið 2015. Nú eru íhaldsmenn í afgerandi meirihluta í Hæstarétti en þeir hafa þegar afnumið rétt kvenna til þungunarrofs og þar með snúið við meira en hálfrar aldar dómafordæmi. Stuðningur við að lögfesta rétt samkynja para til hjónabands hefur aukist verulega eftir viðsnúning Hæstaréttar í þungunarrofsmálinu, ekki síst vegna þess að einn íhaldssömu dómaranna skrifaði í áliti sínu að til greina kæmi að endurskoða réttindi samkynhneigðra næst. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði frumvarpið gera Bandaríkin réttlátari fyrir alla. Dóttir hans er samkynhneigð.AP/J. Scott Applewhite Frumvarpið sem nú stefnir í að verði samþykkt afnæmi lög um hjónabönd sem voru samþykkt í forsetatíð Bills Clinton. Það gerði ríkjum að viðurkenna öll hjónabönd sem voru lögleg þegar þau voru framkvæmd. Það kveður einnig á um að ríki verði að viðurkenna hjónabönd fólks af ólíkum kynþætti. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að Hæstiréttur gæti einnig snúið við dómafordæmi um slík hjónabönd. Romney, öldungadeildarþingmaður Utah, sagði í yfirlýsingu í kvöld þar sem hann boðaði að hann greiddi atkvæði með því að halda umræðunni áfram að hann hefði gert það eftir að breytingatillaga var gerð um vissa trúfrelsisfyrirvara. Þótt hann sjálfur tryði á „hefðbundin hjónabönd“ væru réttindi hinsegin fólks landslög eftir hæstaréttardóminn árið 2015. „Þetta frumvarp skapar vissu fyrir marga LGBTQ-Bandaríkjamenn og sendir þau skilaboð að Bandaríkjaþing, og ég, kunni að meta og elski alla landa okkar jafnt,“ sagði Romney. My statement on the Respect for Marriage Act: pic.twitter.com/jaVL1k0wE5— Senator Mitt Romney (@SenatorRomney) November 16, 2022 Mormónakirkjan, sem er áhrifamikil í Utah, gerði líf Romney léttara þegar hún lýsti nokkuð óvænt yfir stuðningi við frumvarpið í vikunni.
Bandaríkin Hinsegin Tengdar fréttir Óttast að hjónabönd samkynhneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu. 25. júní 2022 14:39 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Óttast að hjónabönd samkynhneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu. 25. júní 2022 14:39
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20